Mikill áhugi á jafnréttisþingi

Í einni smiðjunni var börnunum boðið í spurningakeppni tengda jafnréttismálum. …
Í einni smiðjunni var börnunum boðið í spurningakeppni tengda jafnréttismálum. Þar var meðal annars spurt hver hefði verið fyrsta konan til að vera kjörin á Alþingi og hvenær stelpur fengu fyrst að fara í menntaskóla. mbl.is/​Hari

Jafnréttisþing Garðaskóla var haldið í annað sinn í gær, en þar er nemendum boðið upp á málstofur og smiðjur tengdar jafnréttismálum.

Kristján Hrafn Guðmundsson, íslenskukennari og jafnréttisfulltrúi Garðaskóla, segir að í ár hafi verið ákveðið að víkka jafnréttishugtakið enn frekar og bjóða upp á fjölbreytta fyrirlestra.

„Þetta er þannig tilkomið að við viljum gera eitthvað meira varðandi jafnrétti í skólanum. Nú erum við að víkka þetta ennþá meira út og erum að nálgast jafnréttishugtakið úr sem flestum áttum. Þetta eru ekki bara karlar og konur heldur er þetta líka út frá kynhneigð, trú og kynþáttum. Við erum með fulltrúa frá Félagi heyrnarlausra, Öryrkjabandalaginu, UN Women, Samtökunum '78, Amnesty International og fleirum,“ segir Kristján en hann tók við sem jafnréttisfulltrúi veturinn 2015-2016 og var fyrsta jafnréttisþingið haldið í fyrravor.

Sjá samtal við Kristján Hrafn í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka