„Veit ekki hver staðan er“

„Ég hreinlega veit ekki hver staðan er og er mjög döpur vegna þess,“ segir víetnamski matreiðsluneminn Chuong Le Bui. Á mánudag fékk hún fimmtán daga frest til að yfirgefa landið. Síðan þá hefur dómsmálaráðherra sagt að lögin sem valda því verði leiðrétt en Choung segir óvissuna þó vera mikla sem bætist ofan á álagstíma í náminu. 

mbl.is hitti Chuong Le Bui á veitingastaðnum Nauthóli í dag þar sem hún starfar sem matreiðslunemi. Hún hefur dvalið á landinu í þrjú ár og talar og skilur þónokkuð í íslensku. „Mig langar til að vera hérna lengi. Íslendingar eru gott fólk sem hefur aðstoðað mig í starfinu og náminu ég hef því verið mjög hamingjusöm hérna,“ segir Le Bui.

Frétt mbl.is: Einfalt að leiðrétta þessi mistök

Frétt mbl.is: Fær fimmtán daga til að yfirgefa landið

Frétt mbl.is: Hún var bara niðurbrotin

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert