Dæmt í máli Geirs í Strassborg í dag

Frá Landsdómi í málinu gegn Geir Haarde.
Frá Landsdómi í málinu gegn Geir Haarde. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Mannréttindadómstóll Evrópu í Strassborg kveður upp dóm sinn í máli Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, gegn íslenska ríkinu í dag.

Geir var fundinn sekur fyrir Landsdómi í apríl 2012 um að hafa í aðdraganda efnahagshrunsins brotið gegn 17. grein stjórnarskrárinnar þar sem kveðið er á um skyldu til að halda ráðherrafundi um mikilvæg stjórnarmálefni.

Kvörtun Geirs til dómstólsins sneri að því ákæra gegn honum hefði verið á pólitískum grundvelli, að gallar hefðu verið á málatilbúnaði auk þess sem Landsdómur hefði ekki verið sjálfstæður og hlutlaus. Ítarlega er fjallað um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert