Rafmagnslaust fyrir austan

Flugstöðin á Egilsstaðaflugvelli.
Flugstöðin á Egilsstaðaflugvelli. mbl.is/Sigurður Bogi

Raf­magns­laust er á Eg­ils­stöðum og Héraði. Að sögn frétta­rit­ara mbl.is á Eg­ils­stöðum er þar allt svart. Einu ljós­in sem sjást eru frá flug­vell­in­um og sjúkra­hús­inu en gera má ráð fyr­ir að í þeim til­vik­um sé keyrt á vara­afli.

Eft­ir því sem mbl.is kemst næst er líka raf­magns­laust á Fá­skrúðsfirði og Reyðarf­irði. Á Eskif­irði mun raf­magn hafa farið af um stund­ar­sak­ir.

Sam­kvæmt stjórn­stöð Landsnets er þessa stund­ina verið að reyna að greina bil­un­ina en raf­magnið fór af rétt fyr­ir klukk­an hálftólf. Til­kynn­ing­ar er að vænta, þegar grein­ing ligg­ur fyr­ir, á vef Landsnets.

Upp­fært kl. 00:04: Á Landsnet hef­ur verið sett inn til­kynn­ing: „Ey­vind­arár­lína 1 leys[t]i út og [í] kjöl­farið leysti út spenn­ar [sic] á Stuðlum. Álag fór út hjá not­end­um á Aust­ur­landi, Unnið [sic] er að upp­bygg­ingu í sam­ráði við Rarik“

Sam­kvæmt nýj­ustu upp­lýs­ing­um mbl.is er raf­magn aft­ur komið á á Eg­ils­stöðum hið minnsta.

Við þetta má bæta að fjall­veg­ir á land­inu eru víða lokaðir vegna veðurs og ófærðar. Veg­in­um fyr­ir Ólafs­fjarðamúla hef­ur verið lokað vegna hættu á snjóflóðum, sam­kvæmt til­kynn­ingu sem var að ber­ast frá Vega­gerðinni. Þar seg­ir að aðstæður verði skoðaðar með morgn­in­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert