Dregur úr snjóflóðahættu á Vestfjörðum

Súðarvíkurvegi hefur verið lokað vegna snjóflóðahættu.
Súðarvíkurvegi hefur verið lokað vegna snjóflóðahættu. Ljósmynd/Halldór Sveinbjörnsson

Veðrið er að mestu gengið niður á Vest­fjörðum og reiknað er með því að óvissu­stig vegna snjóflóðahættu fari þar af fljót­lega.

Þetta seg­ir Magni Hreinn Jóns­son á of­an­flóðadeild Veður­stofu Íslands.

Hann seg­ir að áfram verði fylgst með gangi mála á Norður­landi og Aust­fjörðum en áfram verður leiðinda­veður þar í dag.

Fyrr í vik­unni féllu nokk­ur snjóflóð á Vest­fjörðum og fóru þau meðal ann­ars yfir vegi á Súðavík­ur­hlíð, Önund­arf­irði og Eyr­ar­hlíð.

Á Vest­fjörðum er veg­ur lokaður um Kletts­háls og um Súðavík­ur­hlíð, að því er kem­ur fram á vef Vega­gerðar­inn­ar.

Lokað er um Siglu­fjarðar­veg, Ólafs­fjarðar­múla, Öxna­dals­heiði, Vík­ur­skarð og Hófa­sk­arð. Mý­vatns- og Möðru­dals­ör­æfi eru einnig lokuð, sem og Fagri­dal­ur og Fjarðar­heiði.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert