Engar mjólkurvörur til Húsavíkur

Frá Akureyri í morgun.
Frá Akureyri í morgun. mbl.is/Þorgeir

„Ég veit ekk­ert hvað við fáum í dag. Mjólk­in átti að koma í dag en það er spurn­ing hvort Vík­ur­skarð opn­ast,“ seg­ir Helga Soffía Bjarna­dótt­ir, starfsmaður Kram­búðar­inn­ar á Húsa­vík.

Óvíst er hvort mjólk­ur­vör­ur ber­ast til bæj­ar­ins í dag frá Ak­ur­eyri vegna óveðurs­ins sem hef­ur verið á Norður­landi.

Mjólk­ur­vör­ur koma í Kram­búðina ann­an hvern dag og komu þær síðast í fyrra­dag. Helga Soffía tek­ur samt fram að úr­valið í versl­un­inni sé ágætt og ástandið ekk­ert slæmt.

Lög­regl­an á Húsa­vík seg­ir að færðin inn­an­bæjar sé mjög góð en hún sé slæm í sveit­un­um í kring þar sem víða er ófært. Þess vegna kom­ast eng­ar vör­ur til bæj­ar­ins úr neinni átt.

Að sögn lög­regl­unn­ar var björg­un­ar­sveit­in ræst út í nótt til að aðstoða fólk sem ætlaði að fara til Ak­ur­eyr­ar en ekk­ert varð af því ferðalagi vegna ófærðar.  

Á vef Vega­gerðar­inn­ar kem­ur fram að hríðarveður sé á Norður­landi eystra og veg­ir víða þung­fær­ir eða ófær­ir.

Lokað er á Öxna­dals­heiði, í Ólafs­fjarðar­múla og á Vík­ur­skarði. Eins er lokað á Hófa­sk­arði og síðan er lokað yfir Fjöll­in frá Mý­vatni og aust­ur um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert