Innan við 100 metra skyggni

Snjóplógur á ferðinni á Akureyri í morgun.
Snjóplógur á ferðinni á Akureyri í morgun. mbl.is/Þorgeir

Á Aust­ur­landi nær vind­ur há­marki um miðjan dag með 20 til 28 metr­um á sek­úndu og verður skyggni víðast minna en 100 metr­ar. Á lág­lendi er held­ur minni skafrenn­ing­ur.

Suðaust­an­lands, einkum frá Suður­sveit og aust­ur í Beru­fjörð ger­ir mjög snarpa bylji af fjöll­um upp úr há­degi, með hviðum allt að 40 til 50 metr­um á sek­úndu og stend­ur það yfir til kvölds, að því er kem­ur fram á vef Vega­gerðar­inn­ar í upp­lýs­ing­um frá veður­fræðingi.

Á Holta­vörðuheiði, sem er lokuð fyr­ir um­ferð, er spáð svipuðum vindi í all­an dag, 13 til 16 metr­um á sek­úndu. Skafrenn­ing­ur verður og blint en það dreg­ur úr élj­um.

Á Vest­fjörðum dreg­ur úr élj­um og lít­il­lega úr vindi í dag.

Lítið lát er á hríðarveðrinu frá Skagaf­irði og aust­ur úr.

Mos­fells­heiði og Lyng­dals­heiði lokaðar

Auk Holta­vörðuheiðar eru Mos­fells­heiði og Lyng­dals­heiði lokaðar. Á Vest­fjörðum er veg­ur lokaður um Kletts­háls og um Súðavík­ur­hlíð.

Lokað er um Siglu­fjarðar­veg, Ólafs­fjarðar­múla, Öxna­dals­heiði, Vík­ur­skarð og Hófa­sk­arð. Mý­vatns og Möðru­dals­ör­æfi eru einnig lokuð, sem og Fagri­dal­ur og Fjarðar­heiði.

Hálka víða á Suður­landi

Nokk­ur hálka er víða á Suður­landi en sums staðar hvasst. Veg­ur er lokaður vest­an Laug­ar­vatns, allt vest­ur á Mos­fells­heiði.

Stór­hríð er í sunn­an­verðum Hval­f­irði og þæf­ings­færð. Á Vest­ur­landi er víðast hálka eða snjóþekja og sums staðar hvassi. Bratta­brekka er ófær og Holta­vörðuheiði er enn lokuð.

Á Vest­fjörðum er Kletts­háls lokaður og eins Súðavík­ur­hlíð. Þæf­ings­færð er á Stein­gríms­fjarðar­heiði en þung­fært í Djúp­inu.

Hálka eða snjóþekja er á Norður­landi vestra. Siglu­fjarðar­veg­ur er lokaður.

Hríðarveður er á Norður­landi estra, veg­ur víða þung­fær eða ófær. Lokað er á Öxna­dals­heiði, í Ólafs­fjarðar­múla og á Vík­ur­skarði. Eins er lokað á Hófa­sk­arði og síðan er lokað yfir Fjöll­in frá Mý­vatni og aust­ur um.

Lokað er bæði á Fjarðar­heiði og Fagra­dal vegna veðurs. Víðast er fært á Héraði en Vatns­skarð eystra er ófært.

Veg­ur er op­inn með aust­ur- og suðaust­ur­strönd­inni en víða er hvasst, ekki síst í Ham­ars­firði.

Upp­fært kl. 10:12 - Súðavík­ur­hlíð opnuð

Á Vest­fjörðum er verið að moka Kletts­háls. Búið er að opna Súðavík­ur­hlíð og mokst­ur er að hefjast í Djúp­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert