„Kolófært og slæmt skyggni“

Hríðarveður er á Akureyri og búið að kyngja niður miklum …
Hríðarveður er á Akureyri og búið að kyngja niður miklum snjó. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Björg­un­ar­sveit­ir voru ræst­ar út á sjö­unda tím­an­um í morg­un til að aðstoða bíl sem er fast­ur í ná­grenni Þela­merk­ur í Hörgár­sveit. Þá fundu björg­un­ar­sveit­ir um sex­leytið ferðalanga sem höfðu fest bíl sinn í Ljósa­vatns­skarði í nótt á leiðinni milli Ak­ur­eyr­ar og Húsa­vík­ur.

Einnig hef­ur verið nokkuð um aðstoð á Ólafs­fjarðar­vegi, en lokað er um Ólafs­fjarðar­múla, Vík­ur­skarð og Hófa­sk­arð. Mý­vatns- og Möðru­dals­ör­æfi eru einnig lokuð. 

„Það er mjög blint hér norðan við bæ,“ seg­ir Aðal­steinn Júlí­us­son, starf­andi aðal­varðstjóri hjá lög­regl­unni á Ak­ur­eyri. „Snjór­inn nær upp á húdd á björg­un­ar­sveit­ar­bíln­um sem er á leið í Hörgár­sveit og það er kol­ó­fært og slæmt skyggni.“

Vegir ruddir á Akureyri í morgunsárið.
Veg­ir rudd­ir á Ak­ur­eyri í morg­uns­árið. mbl.is/​Skapti Hall­gríms­son

Lítið er enn byrjað að ryðja og eru veg­ir fyr­ir utan Ak­ur­eyri mikið til ófær­ir. Aðal­steinn kveðst eiga von á að skóla­haldi í ná­grenni Ak­ur­eyr­ar verði af­lýst í dag og hvatti fólk til að kynna sér mál­in áður en haldið er af stað. Greint var frá því í frétt­um RÚV klukk­an sjö að skóla­hald félli niður á Ak­ur­eyri og fjölda annarra skóla í Eyjaf­irði.

Aðal­steinn seg­ist enn frem­ur eiga von á að fleiri veg­um fyr­ir norðan verði lokað með morgn­in­um vegna snjóflóðahættu. „Það er búið að kyngja niður það mikl­um snjó,“ seg­ir hann og kveður varla sjást milli húsa meðan á sam­tal­inu við mbl.is stend­ur. 

Enn lít­ur út fyr­ir vonsku­veður í dag um stór­an hluta lands­ins að því er fram kem­ur á vef Vega­gerðar­inn­ar. Auk of­an­greindra leiða fyr­ir norðan sem eru lokaðar þá eru Mos­fells­heiði og Lyng­dals­heiði einnig lokaðar. Holta­vörðuheiði er enn lokuð og á Vest­fjörðum er veg­ur lokaður um Kletts­háls og um Súðavík­ur­hlíð. Fjarðar­heiði er lokuð.

Akureyringar þurftu að skafa af bílum sínum í morgun.
Ak­ur­eyr­ing­ar þurftu að skafa af bíl­um sín­um í morg­un. mbl.is/Þ​or­geir
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert