Nóg að gera hjá björgunarsveitum í nótt

Snjór ruddur á Akureyri í morgun. Færð í bænum er …
Snjór ruddur á Akureyri í morgun. Færð í bænum er slæm og voru björgunarsveitir fengnar til að aðstoða fólk í morgun. mbl.is/Þorgeir

Nóg hef­ur verið að gera hjá björg­un­ar­sveit­um í nótt að sögn Davíðs Más Bjarna­son­ar, upp­lýs­inga­full­trúa Lands­bjarg­ar. Rúm­lega 30 björg­un­ar­sveit­ar­menn hafa verið að störf­um víða um land frá því seint í gær­kvöldi, aðallega þó á norðan­verðu land­inu.

Fyrsta út­kallið kom um fjög­ur­leytið í nótt og var það vegna bif­reiðar sem hafði bilað fyr­ir utan Húsa­vík. Voru þar á ferð starfs­menn kís­il­vers PCC á Bakka, sem björg­un­ar­sveit­ar­menn tóku að sér að koma til vinnu.

„Svo er það alltaf þannig að þegar okk­ar fólk er á leið úr og í út­köll er það að pikka upp verk­efni hér og þar á leiðinni,“ seg­ir Davíð.

Tóku hring um bæ­inn og aðstoðuðu fólk

Björg­un­ar­sveit­ir sinntu einnig ýms­um verk­efni á Ak­ur­eyri og ná­grenni um sex­leytið í morg­un. Einn bíll sat fast­ur nærri Krossa­stöðum utan við Ak­ur­eyri og þá fóru björg­un­ar­sveit­ir á Ak­ur­eyri hring um bæ­inn og aðstoðuðu fólk víða að beiðni lög­reglu, en slæm færð er í bæn­um.

Á sjö­unda tím­an­um varð bíll frá Vega­gerðinni svo fast­ur á Lyng­dals­heiðinni. Var hann það illa fast­ur að sögn Davíðs að nota þarf stór­virk tæki til að koma hon­um til aðstoðar. Um svipað leyti var verið að manna lok­un­ar­pósta á Lyng­dals­heiði, bæði Laug­ar­vatns­meg­in og við Mos­fells­heiðina, og kveðst Davíð gera ráð fyr­ir að það komi til frek­ari lok­ana í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert