Óvissustigi aflýst á Vestfjörðum

Vegagerðin á Ísafirði að störfum undir Súðavíkurhlíð í fyrra.
Vegagerðin á Ísafirði að störfum undir Súðavíkurhlíð í fyrra. Ljósmynd/Halldór Sveinbjörnsson

Óvissu­stigi vegna snjóflóða hef­ur verið af­lýst á norðan­verðum Vest­fjörðum. Úrkomu­laust hef­ur verið frá því í snemma í morg­un og spáð er ágæt­is veðri yfir helg­ina.

Þetta kem­ur fram á bloggsíðu Veður­stofu Íslands.

Tvö snjóflóð féllu á veg­inn um Súðavík­ur­hlíð í gær­kvöldi eða nótt og eitt féll á Kirkju­bóls­hlíð. Snjóflóð féll einnig á veg­inn um Sjö­túna­hlíð í Álftaf­irði.

„Þótt dregið hafi úr lík­um á „nátt­úru­leg­um“ snjóflóðum geta snjóa­lög enn verið óstöðug. Þess vegna get­ur verið hætta á því að fólk sem ferðast um bratt­ar hlíðar t.d. á skíðum eða vélsleðum setji af stað flóð. Fólk sem hygg­ur á ferðir til fjalla ætti því að fara að öllu með gát,” seg­ir á síðunni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert