Sagðist bara þurfa að fá að ríða henni

Óvelkomin snerting,grip eða þukl. er dæmi um kynbundna áreitni.
Óvelkomin snerting,grip eða þukl. er dæmi um kynbundna áreitni.

Nauðgun­ar­hót­an­ir og margskon­ar áreitni, sem oft er tengd ein­hvers kon­ar sam­kom­um, er meðal þess sem er að finna í sög­un­um 136 sem birt­ar hafa verið í lokuðum hópi stjórn­mála­kvenna á Face­book.

Hóp­ur­inn sendi í dag frá sér sög­urn­ar ásamt yf­ir­lýs­ingu á fimmta hundrað stjórn­mála­kvenna, sem krefjast þess að karl­ar taki ábyrgð og stjórn­mála­flokk­ar taki af festu á stöðu mála varðandi kyn­ferðisof­beldi og áreitni í ís­lensk­um stjórn­mál­um.

Biðu gróf­ar nauðgun­ar­hót­an­ir

Ein stjórn­mála­kvenn­anna deil­ir viðbrögðum sem hún fékk eft­ir að hafa talað fyr­ir því að borg­ar­stjórn ályktaði gegn klám­ráðstefnu sem var fyr­ir­huguð  á land­inu á veg­um er­lendra aðila.

„Þver­póli­tísk samstaða náðist en þegar ég kom heim biðu mín gróf­ar nauðgun­ar­hót­an­ir sem lög­regl­an m.a. rakti í tölvu starfs­manna á lík­ams­rækta­stöð, eng­in leið var að finna út hver bæri ábyrgð á þessu. Næstu mánuði var ég extra vör um mig enda bjó ég á jarðhæð og var oft ein heima með lítið barn. Ég lét eins og þetta hefði ekki haft áhrif á mig út á við en mér stóð ekki á sama og hugsaði mig tvisvar um áður en ég fór í um­deild mál.“  

Var króuð af í lyft­unni

Önnur grein­ir frá kynn­um sín­um af stjórn­mála­manni á fjár­málaráðstefnu Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga. „Á fimmtu­deg­in­um var fengið sér öl; mik­il gleði í mann­skapn­um. Ég þarf að fara upp á hót­el­her­bergi; fer í lyft­una - stjórn­mála­maður­inn hopp­ar inn í lyft­una. Við spjöll­um, hann læt­ur mig vita að hon­um þykir ég sexí, kró­ar mig af í lyft­unni, strýk­ur upp kjól­inn, end­ar á brjóst­inu og ég fros­in þegar hann rek­ur upp í mig tung­una. Lyft­an stopp­ar og hann biður mig að koma með inn á hæðina því hann þurfi bara að fá að ríða mér - ég sé búin að stríða hon­um nógu lengi.“ 

Stein­unn Val­dís Óskars­dótt­ir deil­ir einnig sinni reynslu og seg­ir sög­ur sín­ar skipta tug­um „af alls kyns hót­un­um, áreitni og niðrandi og kven­fjand­sam­leg­um um­mæl­um. Geiri heit­inn í Gold­fin­ger hvatti til að karl­ar tækju sig sam­an og nauðguðu mér auk þess sem hann hvatti til mót­mæla við heim­ili mitt. Vegna bar­áttu gegn súlu­stöðum í Reykja­vík sat ég und­ir alls kyns hót­un­um frá „hags­munaaðilum“ o.fl. o.fl.“

Mikið var skrifað um þessi um­mæli Gillz á sín­um tíma í minn garð og fannst sum­um þetta mjög fyndið.
„Stein­unn Val­dís Óskars­dótt­ir, alþing­ismaður. Stein­unn er port­kon­an sem vildi breyta orðinu ráðherra í ráðfrú fyr­ir kon­ur. Stein­unn þarf lim og það strax. Á hana Stein­unni Val­dísi dug­ar ekk­ert annað en lág­mark tveir harðir og munu Buka og Yao taka þetta verk­efni að sér. Gefa þess­um leiðind­ar­auðsokk­um einn granít­h­arðan.“

Lagði höfuðið upp að brjóst­un­um

Ein deil­ir reynslu sinni af þing­manni í ferð utan land­stein­anna. „Þingmaður­inn  [...] horfði á barm­inn minn og sagðist al­veg vilja leggja sig þarna á milli ... klukku­tíma síðar var ég að koma af barn­um og hann gekk við hlið mér og lagðist upp að hlið mér með höfuð og lagði það á brjóst­un­um mín­um og stundi; leit svo á mig og sagði með hvolpa­aug­um ---- kunn­ingi minn kom aðvíf­andi og bað um að tala við mig ... ég gekk út stuttu síðar.“

Nokkr­ar frá­sagn­anna vísa einnig í fyrr­ver­andi for­menn stjórn­mála­flokka.

„Var á barn­um, formaður­inn þáver­andi kom aft­an að mér, strauk rass­inn á mér. Ég brosti og gekk í burtu - hann elti mig að sal­ern­inu og spurði hvort hann ætti ekki að koma inn. Ég hló, var vand­ræðaleg en sagði nei. Þetta var ekki í fyrsta né síðasta skiptið sem þetta gerðist.“

Stakk tung­unni upp í hana

Emb­ætt­is­menn borg­ar­inn­ar virðast held­ur ekki sak­laus­ir og segja nokkr­ar kvenn­anna frá áreitni af hálfu þeirra eða fjand­sam­legri hegðun í kjöl­far þess að þær hlýddu ekki. Einn slík­ur at­b­urður átti sér stað á jólagleði nefnd­ar á veg­um borg­ar­inn­ar, sem stjórn­mála­kon­an sem frá seg­ir átti sæti í.

„Sest ann­ar yf­ir­manna stofn­un­ar­inn­ar (stór og stæðileg­ur karl­maður) við hlið mér í sófa og við ræðum um mál­efni stofn­un­ar­inn­ar. Allt í einu set­ur hann hönd­ina utan um mig, dreg­ur mig að sér og sting­ur tung­unni upp í mig. Ég beit hann í tung­una og spurði hvern and­skot­ann hann hefði verið að gera. Hann kunni ekki að skamm­ast sín held­ur tuðaði eh um að ég kynni ekki gott að meta. Sem bet­ur fer losaði borg­in sig við hann stuttu siðar - með skipu­lags­breyt­ingu.“

Hóp­ferð sveita­stjórn­ar­fólks þar sem gist var á hót­eli varð þá ein­um bæj­ar­stjóra til­efni til að áreita stjórn­mála­konu.

„Það var farið út að borða og eft­ir mat­inn fékk fólk sér drykk og bæj­ar­stjóri í ná­lægu sveit­ar­fé­lagi sem ég þekki ekki neitt stakk upp á að við fær­um sam­an upp á her­bergi. Þegar ég neitaði setti hann upp fýlu­svip og sagðist aldrei hafa fengið neit­un áður. Ég yrði bara að sofa hjá hon­um. Marg­ir karl­ar voru við borið en því miður eng­in kona sem var nógu ná­lægt til að heyra. Eng­inn sagði neitt. Ég flýtti mér upp á her­bergi þegar á hót­elið var komið, skömmu síðar var bankað á hurðina. Ég opnaði ekki og ekki í hin tvö skipt­in sem bankað var. Ég hins veg­ar svaf ekk­ert og var ekki í neinu formi fyr­ir póli­tísk­ar umræður dag­inn eft­ir þar sem ork­an fór í að forðast hann og svo skammaðist ég mín, skil það ekki núna “

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert