Björt Ólafsdóttir nýr formaður Bjartrar framtíðar

Björt Ólafsdóttir tók við formannsembættinu af Óttari Proppé.
Björt Ólafsdóttir tók við formannsembættinu af Óttari Proppé. Ljósmynd/Björt framtíð

Björt Ólafsdóttir var í dag sjálfkjörin sem nýr formaður Bjartrar framtíðar á aukaaðalfundi flokksins sem haldinn er á Hótel Cabin. Fundurinn hófst klukkan 11 og þar sem Björt var ein í framboði til formanns var hún formlega valin sem formaður með lófataki rétt fyrir hádegi.

Björt tekur við af Óttari Proppé, en hann sagði af sér embætti í lok síðasta mánaðar.

Þrjú framboð bárust vegna kosningar á embætti stjórnarformanns flokksins. Eru þau Nichole Leigh Mosty, Theodóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir og Ágúst Már Garðarsson í framboði.

Kosning hófst rafrænt klukkan 12:00 og lýkur 15:00.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert