Lögsækir heilabilaðan öryrkja

Hjúkrunarheimilið Eir krefur Lýð Ægisson um 1,5 milljónir króna fyrir …
Hjúkrunarheimilið Eir krefur Lýð Ægisson um 1,5 milljónir króna fyrir ónotaðan tíma í öryggisíbúð. mbl.is/Golli

Lýður Ægisson, 69 ára gamall öryrki með heilabilun og hreyfihömlun, fékk fyrr í vikunni átta daga frest til að greiða rúmlega einnar og hálfrar milljónar króna kröfu hjúkrunarheimilisins Eirar, þar af er hálf milljón í vexti.

Greiði hann ekki innan tilskilins tíma verður leitað til dómstóla. Krafan er tilkomin vegna þess að Lýður þurfti að flytja úr öryggisíbúð á vegum Eirar í hjúkrunarrými og hafði ekki greitt uppsagnarfrestinn., að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Lýður greindist með heilabilun í október í fyrra og fór í kjölfarið á sjúkrahús. Þegar leið að útskrift í febrúar var ljóst að Lýður þyrfti aukna aðstoð og gæti ekki búið einsamall. Honum bauðst hjúkrunarrými á Eir, sem er rekið af sömu aðilum og Eirborg sem á öryggisíbúðina. Aðstandendur hans sögðu upp leigunni á öryggisíbúðinni, en 6 mánaða uppsagnarfrestur er á leigusamningnum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert