Theodóra stjórnarformaður BF

Theodóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir og Björt Ólafsdóttir á aukaaðalfundi Bjartrar framtíðar …
Theodóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir og Björt Ólafsdóttir á aukaaðalfundi Bjartrar framtíðar í dag. mbl.is/Eggert

Theo­dóra Sig­ur­laug Þor­steins­dótt­ir var kosin stjórnarformaður Bjartrar framtíðar á aukaaðal­fundi flokks­ins sem hald­inn er á Hót­el Ca­bin í dag. Áður hafði Björt Ólafsdóttir verið sjálfkjörin formaður flokksins.

Auk Theodóru voru Leigh Mosty og Ágúst Már Garðars­son í fram­boði. Kosn­ing hófst ra­f­rænt klukk­an 12:00 og lauk 15:00.

Kjósa þurfti nýjan formann og stjórnarformann eftir að Óttarr Proppé og Guðlaug Kristinsdóttir sögðu af sér eftir Alþingiskosningar í lok október en flokkurinn féll þá af þingi.

Theodóra og Björt féllust í faðma eftir að ljóst var …
Theodóra og Björt féllust í faðma eftir að ljóst var að þær yrðu stjórnarformaður og formaður Bjartrar framtíðar. mbl.is/Eggert
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert