Theodóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir var kosin stjórnarformaður Bjartrar framtíðar á aukaaðalfundi flokksins sem haldinn er á Hótel Cabin í dag. Áður hafði Björt Ólafsdóttir verið sjálfkjörin formaður flokksins.
Auk Theodóru voru Leigh Mosty og Ágúst Már Garðarsson í framboði. Kosning hófst rafrænt klukkan 12:00 og lauk 15:00.
Kjósa þurfti nýjan formann og stjórnarformann eftir að Óttarr Proppé og Guðlaug Kristinsdóttir sögðu af sér eftir Alþingiskosningar í lok október en flokkurinn féll þá af þingi.