„Met í pólitískri óákveðni“

Sigmundur Davíð Gunnlausson, formaður Miðflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlausson, formaður Miðflokksins. mbl.is/​Hari

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Miðflokks­ins, seg­ir að þeir tveir val­kost­ir sem flokk­arn­ir sem eru í stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræðum lögðu á borð fyr­ir stjórn­ar­and­stöðuna hljóti að vera „ein­hvers kon­ar met í póli­tískri óákveðni“.

Á Face­book-síðu sinni seg­ir Sig­mund­ur Davíð að vitað hafi verið að „Vinstri, hægri, snú stjórn­in“, eins og hann kall­ar hana, ætlaði ekki að vera af­ger­andi í stór­um mál­um. Hætt­an væri sú að hún vissi ekki í hvorn fót­inn hún ætti að stíga.

„En að láta stjórn­ar­and­stöðuna ákveða fyr­ir sig hvort þau eigi að a) leggja fram eigið fjár­laga­frum­varp eða b) fjár­laga­frum­varp frá­far­andi rík­is­stjórn­ar, hlýt­ur að vera ein­hvers kon­ar met í póli­tískri óákveðni,“ skrif­ar hann.

„Og var ekki búið að segja okk­ur að stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræður hefðu dreg­ist m.a. vegna þess að verið væri að und­ir­búa fjár­laga­frum­varp? Var þá átt við fjár­laga­frum­varp árs­ins 2019?“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka