Jarðskjálftahrina í Öskju

Rauðu blettirnir á kortinu tákna skjálfta sem orðið hafa síðustu …
Rauðu blettirnir á kortinu tákna skjálfta sem orðið hafa síðustu klukkustundir. Skjáskot/Vedur.is

Töluverður fjöldi jarðskjálfta hefur orðið í Öskju í morgun. Skjálftarnir eru margir en litlir, flestir innan við 2 stig. Jarðfræðingur hjá Veðurstofunni segir að enn sé verið að fara yfir gögn í tengslum við hrinuna en að ekkert óvenjulegt sé á ferð, skjálftar í og við Öskju séu algengir.

Hrinan hófst rúmlega sex í morgun og stóð til um kl. 8. Skjálftarnir voru um 20 talsins.

Tveir skjálftanna hafa verið yfir 2 stig. Þá mældist 2,2 stiga skjálfti skammt suðaustur af Bárðarbungu. 

Hér getur þú séð jarðskjálftakort Veðurstofunnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert