Fordæma víravegriðin

Víravegrið á Suðurlandsvegi.
Víravegrið á Suðurlandsvegi. mbl.is/Júlíus

„Þarf að verða sóðalegt banaslys til þess að þessi víravegrið verði fjarlægð?“ Að þessu er spurt á Facebook-síðu Harley-klúbbsins á Íslandi, sem eru samtök mótorhjólafólks.

Eins og kom fram í fréttum í gær verða járngrindverk meðfram götum fjarlægð eftir banaslys á Miklubraut á laugardagsmorgun. Þar missti maður stjórn á bíl sínum, hafnaði á vegriði og kastaðist á járngrindverk.

Harley-klúbburinn beinir spurningu sinni til Vegagerðarinnar og veltir því fyrir sér hvort einnig sé áætlað að fjarlægja víravegriðin, sem eru til að mynda á Suðurlandsvegi á Hellisheiði.

„Allt bifhjólafólk, hvort sem um ræðir einstaklinga, klúbba eða samtök hafa fordæmt víravegriðin og bent á hætturnar sem þeim fylgja svo árum skiptir með dræmum undirtektum og hreinu og kláru áhugaleysi,“ skrifar Harley-klúbburinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert