Fordæma víravegriðin

Víravegrið á Suðurlandsvegi.
Víravegrið á Suðurlandsvegi. mbl.is/Júlíus

„Þarf að verða sóðal­egt bana­slys til þess að þessi víra­vegrið verði fjar­lægð?“ Að þessu er spurt á Face­book-síðu Harley-klúbbs­ins á Íslandi, sem eru sam­tök mótor­hjóla­fólks.

Eins og kom fram í frétt­um í gær verða járn­grind­verk meðfram göt­um fjar­lægð eft­ir bana­slys á Miklu­braut á laug­ar­dags­morg­un. Þar missti maður stjórn á bíl sín­um, hafnaði á vegriði og kastaðist á járn­grind­verk.

Harley-klúbbur­inn bein­ir spurn­ingu sinni til Vega­gerðar­inn­ar og velt­ir því fyr­ir sér hvort einnig sé áætlað að fjar­lægja víra­vegriðin, sem eru til að mynda á Suður­lands­vegi á Hell­is­heiði.

„Allt bif­hjóla­fólk, hvort sem um ræðir ein­stak­linga, klúbba eða sam­tök hafa for­dæmt víra­vegriðin og bent á hætt­urn­ar sem þeim fylgja svo árum skipt­ir með dræm­um und­ir­tekt­um og hreinu og kláru áhuga­leysi,“ skrif­ar Harley-klúbbur­inn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert