„Miklar tilfinningar í spilinu“

Kolbeinn Óttarsson Proppé.
Kolbeinn Óttarsson Proppé. mbl.is/Eggert

Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé, þingmaður Vinstri grænna, seg­ist hafa þá bjarg­föstu trú að verk verðandi rík­is­stjórn­ar muni bæta líðan fólks með upp­bygg­ingu innviða og fé­lags­leg­um stöðug­leika. Það hafi ráðið af­stöðu hans til stjórn­arsátt­mál­ans á flokks­ráðsfundi VG í kvöld.

Hann seg­ir gott að það hafi tek­ist að snúa frá „svelti­stefn­unni“ sem hafi verið kynnt í síðustu fjár­lög­um.

Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, á fundi flokksins í kvöld.
Katrín Jak­obs­dótt­ir, formaður VG, á fundi flokks­ins í kvöld. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

„Ég geri mér grein fyr­ir því að skoðanir eru skipt­ar og það eru mikl­ar til­finn­ing­ar í spil­inu. Ég virði það. Miðað við umræðu síðustu daga mun hér allt fyll­ast af „komm­ent­um“ um hví­lík­ur svik­ari ég sé, hvernig ég hafi selt hug­sjón­ir mín­ar ódýrt og hvað ég sé al­mennt lé­leg­ur papp­ír,“ skrif­ar hann og seg­ir að það verði þá að hafa það.

„Ég er í stjórn­mál­um til að reyna að gefa af mér og láta fólki líða bet­ur. Svo ein­falt er það. Það er mín hug­sjón. Ég trúi því að þessi rík­is­stjórn muni gera það og hlakka til að leggja mitt af mörk­um til að bæta sam­fé­lagið.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert