Tilraunaverkefni félagasamtakanna Hugarafls snýst um að hlúa að geðheilsu og styðja ungt fólk, sem vill auka lífsgæði sín og fara aftur út á vinnumarkaðinn eða í skóla. Svava Arnardóttir, iðjuþjálfi og forstöðukona verkefnisins, þekkir á eigin skinni að þurfa á endurhæfingu að halda og segir reynsluna nýtast sér vel í starfi. Vinnumálastofnun styrkir verkefnið.
„Verkefnið hefur verið í gangi í rúmt ár og er vegna samnings sem við gerðum við Vinnumálastofnun (VMST). Tilgangurinn er að veita aukinn stuðning til ungs fólks í endurhæfingu sem vill hlúa að geðheilsu sinni og stefnir aftur út á vinnumarkaðinn, í skóla eða á aukin lífsgæði. Aukin lífsgæði felast t.d. í að því að rjúfa félagslega einangrun, finna trú á eigin getu og í kjölfarið fara hjólin oftast að snúast til hins betra hjá fólkinu,“ segir Svava ennfremur.
Sjá samtal við Svövu Arnardóttur í heild í Morgunblaðinu í dag.