Hugarafl skilar ungu fólki aftur út í lífið

Svava Arnardóttir, iðjuþjálfi, segir að þótt fólk sé ungt þegar …
Svava Arnardóttir, iðjuþjálfi, segir að þótt fólk sé ungt þegar það leiti sér bata sé mikilvægt að það sé við stjórnvölinn í eigin lífi. mbl.is/​Hari

Tilraunaverkefni félagasamtakanna Hugarafls snýst um að hlúa að geðheilsu og styðja ungt fólk, sem vill auka lífsgæði sín og fara aftur út á vinnumarkaðinn eða í skóla. Svava Arnardóttir, iðjuþjálfi og forstöðukona verkefnisins, þekkir á eigin skinni að þurfa á endurhæfingu að halda og segir reynsluna nýtast sér vel í starfi. Vinnumálastofnun styrkir verkefnið.

Samningurinn hljóðar upp á tíu einstaklinga í nánu utanumhaldi og samstarfi. Ég hef verið með 30 einstaklinga alls, af þeim eru 20 sem hafa útskrifast og níu þeirra hafa farið í fulla vinnu eða nám á eftir. Svo er hópur sem er enn í þjónustu sem er í hlutastarfi eða -námi,“ segir Svava, en hún segist einnig hafa reynt það á eigin skinni hvernig það er að þurfa á endurhæfingu að halda, en það segir hún að nýtist vel í starfinu.

„Verkefnið hefur verið í gangi í rúmt ár og er vegna samnings sem við gerðum við Vinnumálastofnun (VMST). Tilgangurinn er að veita aukinn stuðning til ungs fólks í endurhæfingu sem vill hlúa að geðheilsu sinni og stefnir aftur út á vinnumarkaðinn, í skóla eða á aukin lífsgæði. Aukin lífsgæði felast t.d. í að því að rjúfa félagslega einangrun, finna trú á eigin getu og í kjölfarið fara hjólin oftast að snúast til hins betra hjá fólkinu,“ segir Svava ennfremur.

Sjá samtal við Svövu Arnardóttur í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert