Þjóðarskömm að krókna í tjaldi

Dagur B. Eggertsson.
Dagur B. Eggertsson. mbl.is/Hanna

„Það er þjóðarskömm að fólk þurfi að haf­ast við á tjaldsvæðinu í Laug­ar­dal - gegn vilja sín­um - vegna hús­næðis­vanda.“ Þannig hefst pist­ill Dags B. Eggerts­son­ar borg­ar­stjóra á Face­book. 

Sam­kvæmt frétt RÚV frá því á þriðju­dag haf­ast um 20 manns við á tjaldsvæðinu í Laug­ar­dal en næt­ur­frostið fór niður fyr­ir tíu gráður í byrj­un vik­unn­ar.

Dag­ur seg­ir að borg­in hafa síðustu vik­ur unnið að því að kaupa íbúðir og út­búa neyðar­hús­næði í Víðinesi fyr­ir þá Reyk­vík­inga sem ekki hafa í önn­ur hús að venda. „Alls eru þetta 144 íbúðir og úrræði sem búið er að kaupa og verið er að stand­setja,“ skrif­ar Dag­ur.

Hann bend­ir á að um­tals­verður hluti hóps sem hefst við á tjaldsvæðinu í Laug­ar­dal sé úr ná­granna­sveit­ar­fé­lög­um Reykja­vík­ur og af lands­byggðinni. 

Frum­skyld­an hlýt­ur að liggja heima­fyr­ir

„Ég vil taka fram að ég tel að borg­in beri ákveðin siðferðileg skylda til að líta líka til þessa fólks varðandi neyðarlausn­ir á þeirra vanda, sam­hliða því að við tryggj­um Reykja­vík­ing­um ör­uggt húsa­skjól. En frum­skyld­an hlýt­ur að liggja heima­fyr­ir og mér finnst reynd­ar full­komn­lega eðli­legt að vel­ferðarsvið borg­ar­inn­ar sendi viðkom­andi sveit­ar­fé­lög­um reikn­ing­inn,“ skrif­ar Dag­ur.

Hann seg­ir að Reykja­vík leggi allt kapp á að tak­ast á við hús­næðis­vand­ann og seg­ir jafn­framt að önn­ur sveit­ar­fé­lög verði að standa sig bet­ur. 

Þarf að skylda önn­ur sveit­ar­fé­lög til að fjölga neyðar­í­búðum?

„Ég spyr: Þarf ný rík­is­stjórn hugs­an­lega að leiða skyldu sveit­ar­fé­laga til að fjölga þess­um íbúðum í lög, þannig að mun­ur­inn á milli Reykja­vík­ur og annarra haldi ekki bara áfram að aukast? Ég vona alla vega að ræki­lega sé fjallað um hús­næðismál í stjórn­arsátt­mála nýrr­ar rík­is­stjórn­ar því þau eru og verða eitt mik­il­væg­asta verk­efni stjórn­mál­anna.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert