Berst gegn öfgum og ofstæki

Jordan Peterson prófessor og sálfræðingur.
Jordan Peterson prófessor og sálfræðingur. Ljósmynd/Aðsend

Kanadíski prófessorinn og sálfræðingurinn Jordan Peterson er væntanlegur hingað til lands næsta sumar og mun halda fyrirlestur í ráðstefnusal Hörpu, Silfurbergi, þann 4. júní. „Við þurftum að stækka salinn, því minni salurinn seldist upp mjög hratt. Við vissum ekki að hann væri svona vinsæll hérna, þótt okkur grunaði að það gæti verið,“ segir Gunnlaugur Jónsson, einn skipuleggjanda viðburðarins.

Peterson er einn vinsælasti fyrirlesari heims í dag en hann hefur birt fleiri en 100 vísindagreindar, sem þó nokkuð er vísað til, en frægastur er hann þó að sögn Gunnlaugs fyrir fyrirlestra sína.

„Honum tekst að sameina það að gera þá áhugaverða, jafnvel heillandi, á sama tíma og þeir eru afar gagnlegir. Það eru til poppsálfræðingar en hann er alvöru vísindamaður og hugsuður sem kemur efninu frá sér á heillandi hátt.“

 Merkingin í sögunni

Einna frægastir eru fyrirlestrar Peterson um merkingu sagna, goðsagna og erkitýpa, þar sem hann fjallar um sögur, allt frá biblíunni, gömlum trúarbrögðum og að Disneymyndum.

„Það má segja að fyrirlestrarnir séu stundum skemmtilegri en sögurnar sjálfar. Hetjusagnir hafa áhrif á mann, enda má segja að við séum hvert og eitt hetja í okkar litla heimi að fást í grundvallaratriðum við það sama, hið þekkta og hið óþekkta, samfélag og náttúru og berjast við dreka, sem birtast í ýmsum myndum. Hvernig Peterson tvinnar svo inn í þetta fræðin og þannig ráð um það hvernig við getum tekist á við lífið er mjög grípandi, svo ekki sé talað um gagnlegt,“ segir Gunnlaugur og bendir jafnframt á að Peterson haldi fyrirlestra um persónuleikagerðir og umbreytingu persónuleika.

„Það er mjög áhugavert. Það er líka gaman að leggja niður fyrir sér eigin persónuleika og taka tiltölulega létt próf sem hægt er að fá fyrir nokkra dollara á understandmyself.com. Það, í samhengi við meiri þekkingu á persónuleikagerðum, er mjög skemmtilegt og gagnlegt.“

 Viðtalið er birt í heild sinni í Morgunblaðinu í dag

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka