Katrín hafði samband í gær

Guðmundur Ingi Guðbrandsson.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson.

„Þetta leggst bara ágæt­lega í mig. Ég er kannski bara fyrst og fremst auðmjúk­ur og þakk­lát­ur fyr­ir þetta traust sem mér er sýnt,“ seg­ir Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son, nýr um­hverf­is­ráðherra, spurður hvernig það legðist í hann að vera orðinn stjórn­mála­maður.

Spurður hvort ekki gæti verið erfitt að skipta úr því að vera í for­svari fyr­ir hags­muna­sam­tök og yfir í ráðherra­embætti þar sem þyrfti að miðla mál­um sagði Guðmund­ur að svo kynni að verða en hann hlakkaði til þess að tak­ast á við þau verk­efni eins og önn­ur.

Guðmund­ur upp­lýsti aðspurður að Katrín Jak­obs­dótt­ir, formaður Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs, hefði haft sam­band við hann í gær og beðið hann að taka það að sér að verða um­hverf­is­ráðherra og síðan aft­ur í gæ­kvöldi. Það hefði vissu­lega komið á óvart.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert