Konur skora á vísindasamfélagið

mbl.is/Kristinn

Á fjórða hundrað konur hafa skorað á vísindasamfélagið að uppræta kynbundna og kynferðislega áreitni og ofbeldi.

Þetta kemur fram í tilkynningu.

Þar krefjast þær þess að karlar taki ábyrgð og að vinnustaðir taki af festu á málinu, setji sér forvarnaráætlanir og viðbragðsreglur. Beina þær áskorun sinni til háskóla, þekkingarstofnana og –fyrirtækja.

Með tilkynningunni fylgja reynslusögur af kynferðislegri áreitni og ofbeldi.

„Kynbundin áreitni, kynferðisleg áreitni og ofbeldi þrífst í vísindasamfélaginu eins og annars staðar. Konur úr öllum geirum vísindasamfélagsins hafa í vikunni deilt reynslusögum sínum í lokuðum Facebook-hóp. Í sögunum sést skýrt hversu mikil áhrif þessi vandi hefur á starfsumhverfi kvenna í vísindum, bæði innan háskólasamfélagsins og í stofnunum og fyrirtækjum,” segir í tilkynningunni.

„Þótt margar stofnanir hafi sett sér viðbragðsáætlanir og markað stefnu í þessum málum vantar mikið upp á að áætlanir virki og stefnum sé fylgt. Við viljum sjá breytingu hér á.”

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert