Kostnaður íslenska ríkisins við að sækjast eftir fulltrúa í Öryggisráði SÞ var meiri en milljarður króna, á árunum fyrir hrun.
Þessar tölur er þó ekki að finna í ríkisbókhaldinu, þar sem kostnaðarliðir voru færðir á aðra bókhaldslykla, ef þess var nokkur kostur.
Þetta hermir Styrmir Gunnarsson eftir fyrrverandi utanríkisráðherra, í einum kafla nýrrar bókar sinnar, sem um er fjallað í Morgunblaðinu í dag.