„Mistök fortíðar fest í sessi“

Sigmundur Davíð Guðlaugsson, formaður Miðflokksins.
Sigmundur Davíð Guðlaugsson, formaður Miðflokksins. mbl.is/Árni Sæberg

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að nýj ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins ætli ekkert að gera í stóru málunum.

„Í stað þess að nýta tækifærin sem nú gefast til að gera hlutina öðruvísi og betur verða mistök fortíðar fest í sessi,” skrifar Sigmundur Davíð á Facebook-síðu sinni og nefnir að 40 ára gömul áform um „viðbyggingaspítala við Hringbraut” verði fest í sessi fram eftir öldinni í stað þess að byggja nýjan spítala.

Eigið fé úr Arion banka í bónusa

„Við höfðum einstakt tækifæri til að koma á heilbrigðu fjármálakerfi á Íslandi. Á því sviði er stefnan sú að hugsanlega verði mótuð stefna á næsta ári eftir umræðu um hvítbók. Á meðan fá vogunarsjóðirnir að endurheimta yfirráð yfir Arion banka. Stjórnin ætlar að nýta eigið fé úr Landsbankanum og Íslandsbanka í innviðauppbyggingu en eigið fé úr Arion banka nýtist í bónusa hjá sjóðum í New York og London,” skrifar Sigmundur Davíð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert