Slobodan Praljak, fyrrverandi yfirmaður í króatíska hernum, hafði fjölskyldutengsl til Íslands.
Ásgeir Friðgeirsson, fyrrverandi tengdasonur Slobodans, segir hann hafa verið mann sem tekið hafi verið eftir hvar sem hann fór, að því er fram kemur í samtali við Ásgeir í Morgunblaðinu í dag.
Ásgeir var kvæntur stjúpdóttur Slobodans og kynntist honum á árunum 1997-2003. Slobodan fyrirfór sér við dómsuppkvaðningu Stríðsglæpadómstólsins í Haag á miðvikudag þegar staðfest var yfir honum tuttugu ára fangelsisvist fyrir glæpi gegn mannkyni.