Isavia mun hefja gjaldtöku á stæðum fyrir hópferðabifreiðar við Flugstöð Leifs Eiríkssonar 1. mars næstkomandi. Um er að ræða stæði fyrir þau hópferðafyrirtæki sem greiða ekki nú þegar fyrir aðstöðu. Þetta er í takt við þá stefnu Isavia að tekjur af hverju svæði í umferðarskipulagi standi undir þeirri þjónustu sem þar er veitt og framtíðaruppbyggingu. Þetta kemur fram í tilkynningu.
Smærri hópferðabifreiðar með 19 eða færri sæti greiða 7.900 krónur og stærri bifreiðar með 20 sæti og yfir greiða 19.900 krónur. Einungis er greitt fyrir hvert skipti sem farþegar eru sóttir en ekki þegar farþegum er hleypt út við flugstöðina.
„Eins og komið fram eru gríðarlegar fjárfestingar framundan á Keflavíkurflugvelli og þurfa þær að gerast hratt. Isavia hefur unnið að því síðustu ár að efla tekjustofna til þess að félagið geti fyrir sjálfsaflafé staðið straum af stærsta framkvæmdatímabili í sögu Keflavíkurflugvallar.“ Þetta er haft eftir Hlyni Sigurðssyni, framkvæmdastjóri viðskiptasviðs Keflavíkurflugvallar, í tilkynningu.