Á annað hundrað sögðu sig úr VG

Katrín Jakobsdóttir, Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson.
Katrín Jakobsdóttir, Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson. mbl.is/Eggert

Á annað hundrað manns sögðu sig úr Vinstri grænum í nóvember en tæplega áttatíu skráðu sig í flokkinn.

Þetta staðfestir Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Vinstri grænna.

Hún segir að meira hafi verið af skráningum í flokkinn heldur en útskráningum að undanförnu.

Að sögn Bjargar Evu komu útskráningarnar í hrinum. Fyrst sagði töluverður hópur sig úr flokknum eftir að hann samþykkti að fara í formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn.

Mun færri sögðu sig úr flokknum þegar stjórnarsáttmálinn var birtur, þar á meðal nokkrir sem höfðu lýst því yfir á flokksráðsfundi VG.

Önnur hrina úrsagna úr flokknum kom þegar ráðherralistinn var kynntur.

„Það virtist vera að stjórnarsáttmálinn hafi lagst vel í fólk. Það voru fáir sem sögðu sig úr flokknum í tengslum við það, nema þeir sem tilkynntu úrsögn á fundinum. Þetta er ekki mikill fjöldi úrsagna miðað við að það eru næstum 6000 manns í VG,” segir Björg Eva.

Á meðal þeirra sem sögðu sig úr flokknum í nóvember voru Drífa Snædal, fyrrverandi varaþingmaður flokksins, og Gísli Garðarson, fyrrverandi varaþingmaður flokksins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert