Handsamaði og hlúir að máttförnum haferni

00:00
00:00

Síðustu fjór­ar vik­ur höfðu Snorri Rafns­son, sem einnig er þekkt­ur sem Varg­ur­inn, og faðir hans fylgst með haferni í ná­grenni Ólafs­vík­ur sem virt­ist held­ur mátt­far­inn. Nokkr­um sinn­um hafði Snorri reynt að nálg­ast fugl­inn en aldrei orðið ágengt fyrr en á fimmtu­dag­inn þegar hon­um tókst að hand­sama fugl­inn.

Um er að ræða fugl á fyrsta ári sem ólík­legt var orðið að kæm­ist á legg. Hef­ur hann síðustu daga verið í mat­ar­veislu hjá Snorra og meðal ann­ars fengið skarfa­bring­ur og lif­ur, en Snorri er sjálf­ur at­vinnu­veiðimaður og býr þar með bet­ur en flest­ir að allskon­ar villi­bráð sem hafern­ir eru hrifn­ir af. Þrátt fyr­ir veiðimennsk­una seg­ir Snorri að þegar komi að friðuðum og fá­gæt­um fugl­um eða dýr­um í vanda vilji hann hjálpa þeim og það hafi hann gert í þessu til­felli sem og fleir­um.

Snorri segir að fuglinn hafi verið nokkuð máttfarinn þegar þeir …
Snorri seg­ir að fugl­inn hafi verið nokkuð mátt­far­inn þegar þeir hafi hand­samað hann og hann hafi ekk­ert reynt að kom­ast í burtu. Síðan hann hafi farið að borða hafi fugl­inn aft­ur á móti bragg­ast nokkuð. Ljós­mynd/​Snorri Rafns­son

Þúsund­ir fylgd­ust með á Snapchat

Snorri er einn af vin­sælli sam­fé­lags­miðla­stjörn­um Íslands, en yfir 12 þúsund manns fylgj­ast reglu­lega með inns­lög­um hans á Snapchat. Þar fær folk að fylgj­ast með hon­um á veiðum og við annað sem teng­ist veiðum. Það vakti sér­staka at­hygli þegar hann og faðir hans náðu hafern­in­um á fimmtu­dag­inn, en meðal ann­ars var tek­in mynd af hon­um þar sem þessi tign­ar­legi fugl sit­ur á herðum hans með væng­ina þanda. Fylgj­ast má með æv­in­týr­um Snorra á Snapchat und­ir nafn­inu Varg­ur­inn.

Aðeins 75 varppör á land­inu

Hafern­ir eru nokkuð sjald­gæf­ir fugl­ar hér á landi, en þeir hafa verið alfriðaðir í ára­tugi. Þegar eitrað var fyr­ir ref­um hér á árum áður gekk það nokkuð nærri stofn­in­um, en í dag tel­ur hann 75 varppör að sögn Ró­berts Arn­ars Stef­áns­son, for­stöðumanns Nátt­úru­stofu Vest­ur­lands.

Full­vax­inn fugl er um 70-90 sentí­metra lang­ur og með væng­haf upp á 2-2,4 metra. Veg­ur full­vax­inn fugl 5 kíló, en karl­fugl­ar eru minni en kven­fugl­ar.

Ró­bert, sem er einn helsti haf­arn­ar­sér­fræðing­ur lands­ins, seg­ir í sam­tali við mbl.is að tvö af hverj­um þrem­ur varppör­um verpi við Breiðafjörð, en önn­ur pör sé meðal ann­ars að finna á Vest­fjörðum, við Húna­flóa og á nokkr­um stöðum á Vest­ur­landi.

Við lok myndatökunnar klifraði haförninn upp af öxlum Snorra og …
Við lok mynda­tök­unn­ar klifraði haförn­inn upp af öxl­um Snorra og læsti klón­um í höfuð hans. Þrátt fyr­ir að um ung­an fugl sé að ræða eru þeir strax orðnir mjög sterk­ir. Ljós­mynd/​Snorri Rafns­son

Fáir ung­ar sem kom­ast á legg

Hvert par verp­ir einu eggi og stund­um tveim­ur. Hann seg­ir varpár­ang­ur­inn aft­ur á móti frek­ar lé­leg­an og að aðeins 25-30 pör komi upp ung­um á hverju ári. Ung­arn­ir eru oft á tíðum vel fram á vet­ur í óðali for­eldr­anna, en Ró­bert seg­ir að örn­inn sem Snorri hafi fangað hafi verið kom­inn nokkuð langt að heim­an. Fugl­inn hafi verið merkt­ur í Ham­ars­firði í vor en hafi nú verið kom­inn við Ólafs­vík. Seg­ir hann fjölda fólks hafa tekið eft­ir hon­um und­an­farn­ar vik­ur og bent á að flug­færni hans væri tak­mörkuð og að svo virt­ist vera sem hann hefði misst kraft.

Verður sleppt eða fer í end­ur­hæf­ingu í Hús­dýrag­arðinum

Í sam­ráði við Nátt­úru­stof­una seg­ir Snorri að á mánu­dag­inn muni dýra­lækn­ir kíkja á fugl­inn, sem er nú í góðu yf­ir­læti heima hjá hon­um. Komi í ljós að hann hafi kraft til að bjarga sér sjálf­ur að nýju verður hon­um sleppt en ann­ars gæti hann þurft að fara í Hús­dýrag­arðinn í end­ur­hæf­ingu.

Einnig má fylgj­ast með Varg­in­um á In­sta­gram hér.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert