Lísa Kristjánsdóttir og Bergþóra Benediktsdóttir hafa verið ráðnar aðstoðarmenn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá forsætisráðuneytinu.
Lísa hefur verið aðstoðarmaður Katrínar sem formanns Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs frá árinu 2013. Hún hefur starfað innan VG um árabil og meðal annars verið kosningastjóri hreyfingarinnar fyrir allar þingkosningar frá árinu 2007.
Lísa var aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra árin 2009 - 2010 og sat í Þjóðleikhúsráði á árunum 2009-2013. Lísa er stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð og leggur nú stund á MBA-nám við Háskóla Íslands með starfi.
Bergþóra hefur verið framkvæmdastjóri þingflokks VG en áður gegndi hún starfi mannauðsstjóra hjá Plain Vanilla.