Vilja ekki að Ragnar verði formaður

Ragnar Þór Pétursson.
Ragnar Þór Pétursson.

Tveir fram­bjóðend­ur til vara­for­manns Kenn­ara­sam­bands Íslands, Hall­dóra Guðmunds­dótt­ir og Þór­unn Sif Böðvars­dótt­ir, lýstu því yfir á kynn­ing­ar­fundi fram­bjóðenda í kvöld að þeir ætluðu að draga fram­boð sín til baka ef Ragn­ar Þór Pét­urs­son yrði formaður sam­bands­ins. Ragn­ar var kjör­inn formaður í síðasta mánuði og tek­ur við starf­inu í apríl.

Fram­bjóðend­urn­ir telja að trú­verðug­leiki Ragn­ars sé í húfi vegna ásak­ana um kyn­ferðis­brot gegn barni. Fjallað er um málið á frétta­vef Rík­is­út­varps­ins og vísað í viðtal sem Vís­ir.is birti um helg­ina við mann sem sak­ar Ragn­ar um að hafa sýnt sér klám þegar hann hafi unnið sem grunn­skóla­kenn­ari á Tálknafirði fyr­ir tveim­ur ára­tug­um.

Fram kem­ur í frétt­inni að Ragn­ar hafi ávallt neitað sök og at­hug­un skóla- og frí­stunda­sviðs Reykja­vík­ur­borg­ar á mál­inu fyr­ir fjór­um árum hafi ekki leitt í ljós neitt sak­næmt af hálfu Ragn­ars. Fjór­ir aðrir fram­bjóðend­ur til vara­for­manns hafa ekki dregið fram­boð sín til baka þar sem sekt Ragn­ars sé ekki sönnuð.

Þær Hall­dóra og Sif segj­ast reiðubún­ar að end­ur­skoða ákvörðun sína verði Ragn­ar ekki formaður KÍ. Segja þær málið snú­ast fyrst og fremst um trú­verðug­leika, til að mynda ef slík mál komi upp, en feli ekki í sér dóm um sekt eða sak­leysi Ragn­ars.

Ra­f­ræn kosn­ing fer fram dag­ana 7.-17. des­em­ber til vara­for­manns KÍ.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert