Andrés reiknar með nefndarsetu

Andrés Ingi Jónsson á flokksráðsfundi Vinstri grænna á dögunum.
Andrés Ingi Jónsson á flokksráðsfundi Vinstri grænna á dögunum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, segist reikna með því að sitja í nefnd Alþingis á komandi kjörtímabili þrátt fyrir að hafa ekki stutt stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. 

„Ég er búinn að nefna við Bjarkeyju [Olsen Gunnarsdóttur, þingflokksformann VG] hvaða nefndir ég myndi helst vilja eins og við gerðum í upphafi síðasta kjörtímabils,“ segir Andrés Ingi. Hún mun í framhaldinu raða fólki í þingnefndir.

Í lögum um þingsköp Alþingis kemur fram að hver alþingismaður eigi rétt á sæti í að minnsta kosti einni nefnd en enginn má þó eiga sæti í fleiri en tveimur fastanefndum.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í samtali við mbl.is í gær að hún vænti þess að bæði Andrés Ingi og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG, yrðu í nefndum Alþingis en Rósa Björk greiddi einnig atkvæði gegn stjórnarsáttmálanum. 

Fastanefndirnar eru átta talsins: Allsherjar- og menntamálanefnd, atvinnuveganefnd, efnahags- og viðskiptanefnd, fjárlaganefnd, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, umhverfis- og samgöngunefnd, utanríkismálanefnd og velferðarnefnd.

Rík­is­stjórn­in hef­ur lagt fram til­lögu um að stjórn­ar­andstaðan fari með for­ystu í þrem­ur þing­nefnd­um, eða stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd, um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd og vel­ferðar­nefnd.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert