Þrjár tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í nóvember þar sem 125 manns var sagt upp störfum, 57 í fiskvinnslu á Suðurlandi, 33 í fiskvinnslu á Vesturlandi og 35 í flutningum.
Uppsagnirnar koma flestar til framkvæmda á tímabilinu janúar til mars 2018. Er um að ræða starfsmenn Fiskiðjunnar Bylgju í Ólafsvík og Frostfisks í Þorlákshöfn.
Forsvarsmaður Frostfisks segir að í ljósi aðstæðna hafi fyrirtækið orðið að skipuleggja starfsemina upp á nýtt og flytur það um áramót í nýlegt húsnæði sem áður hýsti fiskvinnslu Storms Seafood við höfnina í Hafnarfirði. Þá segir hann í Morgunblaðinu í dag, að öllum standa til boða að sækja um að nýju.