Bragi fær frest til föstudags

Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu.
Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu.

Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hefur fengið frest til hádegis á föstudag til að svara fjölmörgum kvörtunum frá barnaverndarnefndum höfuðborgarsvæðisins í hans garð.

Bragi átti að skila svari til velferðarráðuneytisins í dag en óskaði eftir fresti.

Barnaverndarnefndirnar sendu kvartanirnar til velferðarráðuneytisins og áttu fulltrúar þeirra fund í ráðuneytinu vegna málsins.

Barnaverndarstofu og forstjóra hennar var í framhaldinu sent bréf þar sem óskað var eftir svörum við ásökununum.

Þorsteinn Víglundsson, þáverandi félags- og jafnréttismálaráðherra, sagði að málið færi í formlegan farveg innan ráðuneytisins og að af því yrði tekið af alvöru.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert