Vill upplýsingar um áform Bandaríkjahers

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra hef­ur óskað eft­ir upp­lýs­ing­um frá ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu um fyr­ir­hugaðar fram­kvæmd­ir banda­rískra stjórn­valda á Kefla­vík­ur­flug­velli. Rík­is­út­varpið greindi frá þessu í kvöld­frétta­tíma sín­um en komið hef­ur fram að varn­ar­málaráðuneyti Banda­ríkj­anna hafi í hyggju að verja háum fjár­hæðum til þess að end­ur­nýja mann­virki á vell­in­um.

Frétt mbl.is: Til­bún­ir í upp­bygg­ingu á flug­vell­in­um

„Ég hef ein­mitt óskað eft­ir nán­ari upp­lýs­ing­um frá ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu um hvað felst ná­kvæm­lega í þess­um fram­kvæmd­um við flug­skýl­in. Þetta þarf kannski ekki að koma á óvart eft­ir þær umræður sem hafa verið um viðbúnað, sér­stak­lega í haf­inu í kring­um okk­ur. En ég hef líka rætt við ut­an­rík­is­ráðherra um málið og það ligg­ur ekki fyr­ir að það verði  nein föst viðvera hér á landi til lengri tíma sem er mik­il­vægt í mín­um huga,“ sagði for­sæt­is­ráðherra.

Katrín sagði ljóst að vitnað sé til samþykktr­ar þjóðarör­ygg­is­stefnu Íslands í stjórn­arsátt­mál­an­um. Hluti henn­ar sé aðild að Atlants­hafs­banda­lag­inu (NATO) og varn­ar­samn­ing­ur­inn við Banda­rík­in þrátt fyr­ir að VG sé einn flokka and­víg­ur aðild­inni að banda­lag­inu og samn­ingn­um. Fyr­ir vikið sé starfað eft­ir þeirri stefnu en fylgst grannt með þróun mála. Ekki liggi þó fyr­ir að fyr­ir­hugaðar fram­kvæmd­ir séu í raun mik­il breyt­ing.

„Ekki endi­lega, en eins og ég segi, ég óskað eft­ir upp­lýs­ing­um þannig að það liggi bara al­gjör­lega á hreinu hvort þetta er ein­hver breyt­ing eða hvort þetta mætti frek­ar kall­ast bara eðli­legt viðhald á þess­um mann­virkj­um.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert