„Ekki hægt að sitja undir þessu rugli“

Guðríður Arnardóttir.
Guðríður Arnardóttir.

Ég er nú búin að bíta í tung­una á mér und­an­farna daga vit­andi það að allt sem ég segi verður lesið í ljósi þess að ég tapaði fyr­ir Ragn­ari Þór. En það er ekki hægt að sitja und­ir þessu rugli leng­ur. Ragn­ar Þór og hans helstu stuðnings­menn reyna að klína þessu öm­ur­lega máli á mig og stjórn KÍ,“ seg­ir Guðríður Arn­ar­dótt­ir, formaður Fé­lags fram­halds­skóla­kenn­ara og stjórn­ar­maður í Kenn­ara­sam­bandi Íslands, á vefsíðu sinni.

Guðríður seg­ir að stuðnings­menn Ragn­ars Þórs Pét­urs­son­ar, sem kjör­inn var formaður KÍ í síðasta mánuði og tek­ur við á næsta ári, hafi í kosn­inga­bar­átt­unni beitt frá­dæma skít­kasti og óhróðri sem hún hafi þurft að þola. „Ég kaus að láta dylgj­um og lyg­um ósvarað en vann þess í stað að fram­boði mínu á mín­um for­send­um, kynnti fyr­ir fé­lags­mönn­um sjálfa mig, áhersl­ur mín­ar og talaði aldrei til mót­fram­bjóðenda minna.“

Seg­ir hún að það hefði lík­lega ekki þótt smekk­legt ef hún hefði farið að ræða gamla ásök­un á hend­ur Ragn­ari um að mis­bjóða nem­anda sín­um. „Ég tapaði, varð fúl í einn dag en svo held­ur lífið áfram. Nú aft­ur á móti ber­ast mér upp­lýs­ing­ar um að á lokuðum spjall­vefj­um kenn­ara séu þess­ir sömu aðilar enn við sama heyg­arðshornið. En núna á það að vera und­an mín­um rifj­um runnið að ung­ur maður sak­ar verðandi formann KÍ um mis­notk­un.“

Guðríður seg­ist eng­in deili þekkja á mann­in­um. Því sé hins veg­ar haldið fram af sömu aðilum að til­gang­ur­inn með frá­sögn manns­ins sé að hafa áhrif á kosn­ingu vara­for­manns KÍ sem standi yfir. Seg­ir Guðríður að mark­mið stuðnings­manna Ragn­ars sé að koma ein­um af fram­bjóðend­un­um og banda­manni Ragn­ars í vara­for­mann­sembættið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert