Fékk martraðir vegna „reiðu karlanna“

Stúlkan sem var 10 ára þegar mennirnir stóðu í 5 …
Stúlkan sem var 10 ára þegar mennirnir stóðu í 5 vikur fyrir utan heimili hennar. mbl.is/RAX

„Stúlkan reyndi að vera sterk, hún reyndi að vera sterk fyrir mömmu. Því hún vissi að mamma væri sterk. En stúlkan grét mikið inni hjá sér. Í rúmar 5 vikur þurfti 10 ára gömul stúlkan að mana sig upp í að fara út af heimili sínu. Í rúmar 5 vikur grét stúlkan á kvöldin, stundum fékk hún martraðir um að reiðu karlarnir væru komnir inn í húsið. Stúlkan skildi aldrei til hins fyllsta hvers vegna karlarnir voru svona reiðir.“

Þetta er brot úr frásögn Kristrúnar Völu Ólafsdóttur, dóttur Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur fyrrverandi alþingiskonu og borgarstjóra, af umsátri hóps karlmanna árið 2010 þegar hún var 10 ára.  

Móðir hennar, Steinunn Valdís, greindi frá of­beldi sem hún varð fyr­ir fyr­ir tæp­lega átta árum síðan í störfum sínum í Silfrinu á Rúv. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert