Lesa upp #metoo-sögur á sunnudaginn

AFP

Fjölbreyttur hópur íslenskra kvenna mun koma saman á Nýja sviði Borgarleikhússins og lesa frásagnir sem litið hafa dagsins ljós í #metoo-baráttunni hér á landi. Samhliða því verða hliðstæðir viðburðir í Samkomuhúsinu á Akureyri og í Herðubreið á Seyðisfirði.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu en viðburðinum í Borgarleikhúsinu er leikstýrt af Silju Hauksdóttur og Söru Martí Guðmundsdóttur. Meðal þeirra sem lesa í Reyjavík eru Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fyrrverandi borgarstjóri, leikkonurnar Kristbjörg Kjeld, Halldóra Geirharðsdóttir og Ilmur Kristjánsdóttir, tónlistarkonurnar Hildur og Sigríður Thorlacius, Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari, Hrafnhildur Lúthersdóttir ólympíufari, Björk Eiðsdóttir ritstjóri og fleiri.

Konurnar og frásagnirnar sem þær lesa eru úr röðum eftirfarandi #metoo-hópa:

Konur í sviðslistum og kvikmyndagerð
Konur í stjórnmálum
Konur í fjölmiðlum
Konur í íþróttum
Konur í tónlist
Konur í tækni- og hugbúnaðariðnaði
Konur í verkalýðshrefingunni
Konur í vísindum
Konur í réttargæslu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert