„Þetta kemur ekki til greina“

Páll Magnússon.
Páll Magnússon. mbl.is/Kristinn Magnússon

Páll Magnús­son alþing­ismaður þver­tek­ur fyr­ir að hann ætli að bjóða sig fram í leiðtoga­próf­kjöri Sjálf­stæðis­flokks­ins fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar.

Próf­kjörið fer fram 27. janú­ar og hafði nafni Páls verið velt upp sem lík­legu leiðtoga­efni Sjálf­stæðis­flokks­ins. Hall­dór Hall­dórs­son, nú­ver­andi odd­viti flokks­ins, gef­ur ekki kost á sér áfram.

Ég get al­veg sagt þér að þetta er ekki efst í huga mér þessa dag­ana. Það eru aðrir og eðli­legri kandí­dat­ar í þetta en ég,“ seg­ir Páll og hlær en í könn­un sem gerð var í haust kom í ljós að flest­ir vildu fá hann sem næsta odd­vita Sjálf­stæðis­flokks­ins í borg­inni.

Hann seg­ist því ekki vera á leið af þingi yfir í Ráðhús Reykja­vík­ur. „Þetta kem­ur ekki til greina af minni hálfu. Enda er ég strák­ur úr Eyj­um og er að sinna mínu kjör­dæmi.

Ýmsir nefnd­ir til sög­unn­ar

Borg­ar Þór Ein­ars­son, aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs Þórðar­son­ar ut­an­rík­is­ráðherra, seg­ist ekki hafa velt þess­um mál­um fyr­ir sér.

Borgar Þór Einarsson.
Borg­ar Þór Ein­ars­son. Mynd/ Magasínið

„No komm­ent,“ var svarið þegar Borg­ar var beðinn um að segja til um það af eða á hvort hann stefndi á borg­ina.

Auk þeirra hef­ur nafn Unn­ar Brár Kon­ráðsdótt­ur verið nefnt til sög­unn­ar en hún velt­ir stöðunni fyr­ir sér þessa dag­ana. Eyþór Arn­alds, fyrr­ver­andi formaður bæj­ar­ráðs Árborg­ar, hef­ur áður lýst því yfir að hann úti­loki ekki að hann sæk­ist eft­ir því að leiða lista Sjálf­stæðis­flokks­ins í borg­inni.

Borg­ar­full­trú­arn­ir Kjart­an Magnús­son og Áslaug Friðriks­dótt­ir hafa bæði áhuga á því að leiða list­ann í kom­andi kosn­ing­um. Þá hafa nöfn Mörtu Guðjóns­dótt­ur borg­ar­full­trúa og Svan­hild­ar Hólm Vals­dótt­ur, aðstoðar­manns Bjarna Bene­dikts­son­ar, verið nefnd í þessu sam­hengi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert