Unnur Brá liggur undir feldi

Unnur Brá Konráðsdóttir.
Unnur Brá Konráðsdóttir. mbl.is/Eggert

„Þetta er bara eitthvað sem ég er að skoða,“ segir Unnur Brá Konráðsdóttir, fyrrverandi forseti Alþingis og þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hún íhugar að bjóða sig fram fyrir flokkinn í borgarstjórnarkosningum næsta vor. Fréttablaðið greindi fyrst frá.

Unnur var forseti Alþingis á síðasta kjörtímabili en datt út af þingi í kosningunum sem fóru fram í lok október.

„Prófkjörið er í lok janúar og það er ekki búið að auglýsa eftir framboðum þannig að ég hef smátíma í viðbót,“ segir Unnur. Leiðtogakjör Sjálfstæðisflokksins vegna borgarstjórnarkosninganna fer fram 27. janúar en opnað verður á framboð mánuði fyrr og hafa frambjóðendur þá tvær vikur til að tilkynna framboð.

„Þetta kemur allt í ljós,“ segir Unnur en hún segir að talsverður fjöldi fólks hafi heyrt í henni varðandi þetta mál. „Ég var sveitastjóri á Hvolsvelli áður en ég fór á þing. Sveitarstjórnarmálin eru skemmtilegur vettvangur.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka