Bíll gjörónýtur eftir bruna

Eins og sjá má var bíllinn alelda.
Eins og sjá má var bíllinn alelda. Ljósmynd/Herbert Hauksson

Brunavarnir Árnessýslu voru kallaðar út um miðjan daginn eftir að eldur kom upp í bifreið við Reykholt. Bíllinn valt í hálku, lenti utan vegar og þá kviknaði í honum. Bíllinn er ónýtur en engin meiðsl urðu á fólki.

Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Bruna­varna Árnes­sýslu, segir að fólkið sem var í bílnum hafi verið komið í skjól annars staðar þegar viðbragðsaðilar mættu á svæðið.

Brunavarnir Árnessýslu slökktu eldinn og Pétur segir að lögregla og slökkvilið séu að ganga frá á vettvangi. Bíllinn er gjörónýtur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert