Iðunn aðstoðar Svandísi

Iðunn Garðarsdóttir, lögfræðingur, hefur verið ráðin aðstoðarmaður Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra.
Iðunn Garðarsdóttir, lögfræðingur, hefur verið ráðin aðstoðarmaður Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra.

Iðunn Garðarsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Iðunn hefur störf í velferðarráðuneytinu á mánudag.

Iðunn er fædd í Reykjavík árið 1989. Hún er stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlið, lauk BA-prófi í íslensku frá Háskóla Íslands árið 2013, BA-prófi í lögfræði frá sama skóla árið 2015 og meistaraprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands vorið 2017. Iðunn hefur starfað sem lögfræðingur hjá lögmannsstofunni Juris en lætur nú af störfum þar til að gegna starfi aðstoðarmanns.

Hún var virk í starfi Röskvu innan Háskóla Íslands, var formaður félagsins árin 2012-2013 og sat í Stúdentaráði og Háskólaráði fyrir hönd fylkingarinnar. Hún situr í málnefnd Háskóla Íslands. 

Iðunn var fyrsti varaþingmaður VG í Reykjavík norður á síðastliðnu þingi og situr í flokksráði Vinstrihreyfinginnar - græns framboðs. 

Iðunn er í sambandi með Skúla Arnlaugssyni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert