Iðunn aðstoðar Svandísi

Iðunn Garðarsdóttir, lögfræðingur, hefur verið ráðin aðstoðarmaður Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra.
Iðunn Garðarsdóttir, lögfræðingur, hefur verið ráðin aðstoðarmaður Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra.

Iðunn Garðars­dótt­ir hef­ur verið ráðin aðstoðarmaður Svandís­ar Svavars­dótt­ur heil­brigðisráðherra. Iðunn hef­ur störf í vel­ferðarráðuneyt­inu á mánu­dag.

Iðunn er fædd í Reykja­vík árið 1989. Hún er stúd­ent frá Mennta­skól­an­um við Hamra­hlið, lauk BA-prófi í ís­lensku frá Há­skóla Íslands árið 2013, BA-prófi í lög­fræði frá sama skóla árið 2015 og meist­ara­prófi í lög­fræði frá Há­skóla Íslands vorið 2017. Iðunn hef­ur starfað sem lög­fræðing­ur hjá lög­manns­stof­unni Jur­is en læt­ur nú af störf­um þar til að gegna starfi aðstoðar­manns.

Hún var virk í starfi Röskvu inn­an Há­skóla Íslands, var formaður fé­lags­ins árin 2012-2013 og sat í Stúd­entaráði og Há­skólaráði fyr­ir hönd fylk­ing­ar­inn­ar. Hún sit­ur í mál­nefnd Há­skóla Íslands. 

Iðunn var fyrsti varaþingmaður VG í Reykja­vík norður á síðastliðnu þingi og sit­ur í flokks­ráði Vinstri­hreyf­ing­inn­ar - græns fram­boðs. 

Iðunn er í sam­bandi með Skúla Arn­laugs­syni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert