Nafn mannsins sem lést af stungusárum

mbl.is/Sverrir

Maðurinn sem lést af sárum sínum eftir að hafa verið stunginn með hnífi á Austurvelli aðfaranótt sunnudags hét Klevis Sula. Klevis var tvítugur og albanskur að uppruna. Hann hefur dvalið hér á landi um langa hríð.

Þetta staðfestir lögregla við mbl.is. Karl­maður á þrítugs­aldri sit­ur í gæslu­v­arðhaldi grunaður um verknaðinn en gæslu­v­arðhalds­úrsk­urður yfir mann­in­um renn­ur út 15. des­em­ber.

Hinn maður­inn, sem var stung­inn með hnífi á sama stað og sömu­leiðis flutt­ur í sárum á bráðamót­tök­una, hef­ur verið út­skrifaður af Land­spít­al­an­um og yfirheyrður af lögreglu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert