Útgjaldaaukning ekki öll í einu vetfangi

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA), segir að aukning ríkisútgjalda vegna stjórnarsáttmálans muni augljóslega ekki eiga sér stað í einu vetfangi.

„Í greinargerð okkar um árlegan kostnaðarauka ríkissjóðs vegna stjórnarsáttmálans, upp á 90 milljarða króna, kemur fram að sú tala á við, þegar áform stjórnarsáttmálans, eru að fullu komin til framkvæmda,“ segir Halldór Benjamín í Morgunblaðinu í dag; spurður hvernig SA hefði komist að þeirri niðurstöðu að árlegur útgjaldaauki vegna innviðauppbyggingar (samgöngur, fjarskipti byggðamál) væri 42,2 milljarðar króna.

„Aukning útgjaldanna mun augljóslega ekki eiga sér stað í einu vetfangi. Það hefur legið fyrir frá upphafi. Við munum ekki sjá 90 milljarða hækkun í fjárlagafrumvarpinu sem lagt verður fram í næstu viku, en megnið af þessu mun koma til framkvæmda á kjörtímabilinu. Það kemur bara ekki fram í stjórnarsáttmálanum á hvaða hraða verkefnum verður hrint í framkvæmd,“ segir Halldór Benjamín.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert