Ósannað hverjir voru að verki

Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn.
Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn. mbl.is/Júlíus

Rannsókn á skemmdarverkum á heimili Rannveigar Rist fyrir um áratug var hætt þar sem ekki tókst að sýna fram á með óyggjandi hætti að þeir sem grunaðir voru um verknaðinn og yfirheyrðir vegna hans hafi verið að verki.

Frétt mbl.is: „Var valin vegna þess að ég er kona“

Þetta hefur Ríkisútvarpið eftir Grími Grímssyni yfirlögregluþjóni um málið en Rannveig gagnrýndi lögregluna nýverið vegna málsins og sagðist telja að hún hefði brugðist við rannsókn þess. Rannveig kærði niðurstöðuna til ríkissaksóknara sem staðfesti niðurstöðu lögreglunnar.

„Það má sem sagt kannski orða það með þeim hætti að ríkissaksóknari er sammála niðurstöðu lögreglunnar,“ er enn fremur haft eftir Grími.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert