Starfsumhverfi kennara er í mörgum grunnskólum talið ófullnægjandi. Þetta er ein niðurstaða samantektar samstarfsnefndar sveitarfélaga og grunnskólakennara sem kannaði starfsumhverfi kennara og vinnumat í skólum.
Skortur er á ýmsum aðbúnaði eins og tölvum, skjávörpum og kennslugögnum. Margir kennarar segja ekki tekið tillit til þess tíma sem þeir þurfi til að ljúka verkefnum, að því er fram kemur í fréttaskýring um þessi mál í Morgunblaðinu í dag.
Þá kemur fram hjá nefndinni að vísbendingar séu um að hegðunarvandamál hafi aukist mjög og styrkja þurfi viðbragðsáætlanir vegna erfiðra nemenda.