Konur í fjölmiðlum stíga fram

238 konur skrifa undir yfirlýsinguna.
238 konur skrifa undir yfirlýsinguna. AFP

238 fjölmiðlakonur, bæði núverandi og fyrrverandi, segja núverandi ástand, í tengslum við áreitni, kynbundna mismunun og kynferðisofbeldi, ekki vera boðlegt og að þær krefjist breytinga. Hópurinn, sem kemur fram undir nafninu fimmtavaldið (#fimmtavaldið) hefur sent frá sér stuðningsyfirlýsingu við þær konur sem hafa stígið fram og vakið athygli á málinu, auk þess sem þær segja  frá 72 sögum af áreitni og kynferðislegu ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir í eða í tengslum við starf sitt.

Áskorun kvennanna í heild sinni:

„Konur í fjölmiðlum hafa þagað allt of lengi, rétt eins og konur í öðrum stéttum. Við þegjum ekki lengur. Við stígum fram og vekjum athygli á áreitni, kynbundinni mismunun og kynferðisofbeldi sem hefur fengið að þrífast gagnvart konum í fjölmiðlum.

Við lýsum yfir stuðningi við þær konur sem hafa þegar látið rödd sína hljóma og tekið þátt í þeirri byltingu sem nú á sér stað um allan heim þar sem konur taka höndum saman, konur í ákveðnum starfsstéttum standa saman og safna reynslusögum af kynferðislegri áreitni, óviðeigandi snertingum, óvelkomnum athugasemdum og þaðan af verra. Þannig er samt hversdagslegur veruleiki kvenna enn í dag, á 21. öldinni í samfélagi þjóðar sem jafnan er kennd við mesta kynjajafnrétti í heiminum. Við erum komin langt, en við þurfum að komast enn lengra.

Sú bylting sem nú stendur yfir hefur verið kennd við Weinstein-áhrifin eftir að konur fóru að greina frá kynferðislegri áreitni þessa áhrifamanns í Hollywood, #metoo. Hér á Íslandi voru konur í stjórnmálum fyrstar og sögðu sínar sögur með myllumerkinu #ískuggavaldsins. Konur í sviðslistum og kvikmyndagerð kenndu sig við myllumerkið #tjaldiðfellur.

Konur í fjölmiðlum vinna beinlínis við að koma upp um spillingu, segja frá ofbeldi og kúgun, ljóstra upp um leyndarmál sem skipta máli fyrir þjóðfélagið og borgara þess. Það er því ekki nema eðlilegt að við sameinaðar tökum þetta skref saman og sýnum samfélaginu öllu hvernig viðmóti og hegðum við mætum í okkar vinnu.

Núverandi ástand er ekki boðlegt. Við krefjumst breytinga og skorum á íslenska fjölmiðla að taka meðfylgjandi frásagnir alvarlega, setja sér siðareglur varðandi áreitni og kynferðislegt ofbeldi, og fylgja þeim eftir. Gjarnan er talað um fjölmiðla sem fjórða valdið. Við komum hér saman undir formerkjum fimmta valdsins #fimmtavaldið. Sameinaðar höfum við áhrif.

Þær sem taka þátt í þessari áskorun hafa sett nafn sitt hér að neðan, ásamt nafni fjölmiðils sem þær starfa eða hafa starfað hjá. Auk þess hafa margar einnig deilt reynslusögum sem fylgja nafnlausar með.“

  1. Friðrika Benónýs, Morgunblaðið, RÚV, Fréttablaðið, Fréttatíminn etc.
  2. Lovísa Árnadóttir, RÚV (fyrrverandi starfsmaður).
  3. Kolbrún Björnsdóttir, 365 og RÚV.
  4. Olga Björt Þórðardóttir, RÚV, Víkurfréttir, Fjarðarpósturinn og sjálfstætt starfandi.
  5. Tótla I. Sæmundsdóttir, 365/Vodafone.
  6. Elín Sveinsdóttir, 365, Skjárinn og RÚV.
  7. Milla Ósk Magnúsdóttir, RÚV.
  8. Erla Hlynsdóttir, DV, 365, Fréttatíminn og Vefpressan.
  9. Kristín Anna Björnsdóttir, Fréttablaðið.
  10. Gullveig Sæmundsdóttir, fyrrverandi ritstj. Nýs Lífs.
  11. Kristín Ýr Gunnarsdóttir, Árvakur og Birtíngur.
  12. Sunna Valgerðardóttir, 365, Kjarninn, RÚV.
  13. Ingibjörg Rósa Björnsdóttir, sjálfstætt starfandi, áður Morgunblaðið, RÚV og The Reykjavík Grapevine.
  14. Helga Kristjáns, Birtíngur.
  15. Áslaug Guðrúnardóttir, RÚV.
  16. Gunnþórunn Jónsdóttir, fyrrv. blaðamaður Morgunblaðsins, sjálfstætt starfandi.
  17. Sólveig Kr. Bergmann, fyrrv. fréttamaður á Stöð2, SkjáEinum og RÚV.
  18. Hulda Hólmkelsdóttir, Vísir.is (365, nú Vodafone).
  19. Heiðdís Lilja Magnúsdóttir, (fyrrverandi blaðamaður) Fróði, Birtíngur, 24 stundir, Fréttatíminn og RÚV.
  20. Bára Huld Beck, sjálfstætt starfandi og Kjarninn.
  21. Margrét Helga Erlingsdóttir, fyrrverandi pistlahöfundur hjá Akureyri vikublað og núverandi starfsmaður 365.
  22. Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, Stundin.
  23. Ragnhildur Aðalsteinsdóttir, Birtíngur.
  24. Hlín Einarsdóttir, fyrrverandi starfsmaður Vefpressunnar og núverandi starfsmaður Kvennablaðsins.
  25. Hulda G. Geirsdóttir, Rás 2 og RÚV.
  26. Telma L. Tómasson, 365 miðlar. Áður Mbl.is, Pressan vikublað, DV.
  27. Júlía Margrét Alexandersdóttir, Fróði, Birtíngur, 365, Fréttablaðið, Morgunblaðið.
  28. Margrét Erla Maack, fyrrverandi starfsmaður RÚV, 365 og núverandi pistlahöfundur á Kjarnanum.
  29. Eva Björk Ægisdóttir, sjálfstætt starfandi. MBL.is/Morgunblaðið, Viðskiptablaðið, Fótbolti.net.
  30. Þórhildur Ólafsdóttir, 365, RÚV.
  31. Anna Lilja Þórisdóttir, Morgunblaðinu og mbl.is, áður sjálfstætt starfandi og hjá Fróða, Birtíngi og RÚV.
  32. Brynhildur Björnsdóttir, RÚV, 365.
  33. Sunna Kristín Hilmarsdóttir, Vísir.is (365, nú Vodafone).
  34. Ingileif Friðriksdóttir, mbl.is.
  35. Steinunn Stefánsdóttir, DV, Fréttablaðið, nú sjálfstætt starfandi.
  36. Sara Sjöfn Grettisdóttir, ritstjóri Eyjafrétta.
  37. Ragnheiður Gyða Jónsdóttir, RÚV, DV, Talstöðin, NFS, Birtíngur.
  38. Guðrún Gunnarsdótttir, RÚV, Stöð2, Skjár Einn.
  39. Þorgerður E. Sigurðardóttir, RÚV.
  40. Álfrún Pálsdóttir, Fréttablaðið, Glamour.
  41. Birna Anna Björnsdóttir, fyrrum blaðamaður á Morgunblaðinu.
  42. Erla Karlsdóttir, fyrrverandi blaðakona á DV.
  43. Birta Björnsdóttir, RÚV, 365 og Morgunblaðið.
  44. Ásta Sigrún Magnúsdóttir, fyrrverandi blaðakona á DV.
  45. Inga Rún Sigurðardóttir, Morgunblaðinu.
  46. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, RÚV.
  47. Vera Illugadóttir, Birtíngur, RÚV
  48. Ólöf Ragnarsdóttir, mbl.is/Morgunblaðið
  49. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, Stundin.
  50. María Sigrún Hilmarsdóttir, RÚV
  51. Anna Gyða Sigurgísladóttir, RÚV
  52. Þórhildur Þorkelsdóttir, 365, RÚV.
  53. Anna Marsibil Clausen, mbl.is
  54. Sólborg Guðbrandsdóttir, Víkurfréttir.
  55. Hildur Friðriksdóttir, Birtíngur.
  56. Snærós Sindradóttir, 365, RÚV.
  57. Íris Hauksdóttir, Birtíngur.
  58. Silja Björk Huldudóttir, Morgunblaðið.
  59. Helga Þórey Jónsdóttir, RÚV, Morgunblaðið, Fréttablaðið, Reykjavík Grapevine, sjálfstætt starfandi.
  60. Sylvía Rut Sigfúsdóttir, Vefpressan, Birtíngur, Vísir.is.
  61. Þóra Tómasdóttir, RÚV, Nýju lífi, Fréttablaðinu, Fréttatímanum.
  62. Áslaug Karen Jóhannsdóttir, Stundin.
  63. Ragnhildur Ásvaldsdóttir, RÚV (fyrrum starfsmaður), lektor í fjölmiðlun við UIT og sjálfstætt starfandi.
  64. Gerður Kristný, sjálfstætt starfandi.
  65. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir, DV, Fréttatíminn, mbl.is.
  66. Margrét Blöndal, RÚV, Bylgjan, Stöð 2, N4.
  67. Sigríður Pétursdóttir, RÚV.
  68. Halla Gunnarsdóttir, fyrrv blaðamaður á Morgunblaðinu.
  69. Eva María Jónsdóttir, sjálfstætt starfandi.
  70. Viktoría Hermannsdóttir, RÚV. Áður 365 og DV.
  71. Marta Goðadóttir, áður Nýtt líf.
  72. Fanney Birna Jónsdóttir, RÚV, 365.
  73. Inga Lind Karlsdóttir, fyrrverandi starfsmaður á 365, SkjáEinum og DV.
  74. Ásdís Ásgeirsdóttir, Morgunblaðinu.
  75. Sunna Ósk Logadóttir, mbl.is
  76. Hrund Þórsdóttir, Stöð 2. Áður Birtíngur og Morgunblaðið.
  77. Ragnheiður Haralds- og Eiríksdóttir fyrrverandi blaðamaður á DV, Pressunni og Bleikt, núverandi pistlahöfundur á MAN Magasín.
  78. Lára Björg Björnsdóttir, fyrrv. blaðamaður hjá Fróða, Birtíngi, Fréttablaðinu/365 og Viðskiptablaðinu.
  79. Erla Björg Gunnarsdóttir, Stöð 2. Áður Fréttablaðið.
  80. Nadine Guðrún Yaghi, Stöð 2. Áður Fréttablaðið.
  81. Hildur Loftsdóttir, Morgunblađinu.
  82. Lillý Valgerður Pétursdóttir, Stöð 2.
  83. Kristjana Arnarsdóttir, 365, RÚV.
  84. Salóme Þorkelsdóttir, RÚV.
  85. Kristjana Guðbrandsdóttir, Blaðið, 24 Stundir, DV, 365.
  86. Valdís Eiríksdóttir, FM957, 365.
  87. Nína Hjördís Þorkelsdóttir, Vísir.is.
  88. Júlía Guðrún Ingólfsdóttir, Fréttablaðinu, áður DV og Birtíngur.
  89. Björg Magnusdottir RÚV, Pressan, 24stundir.
  90. Erla María Markúsdóttir, Fréttatíminn, Morgunblaðið og mbl.is.
  91. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir, Stundin (áður DV, Fréttablaðinu og RÚV).
  92. Þórdís Arnljótsdóttir, fréttamaður á Fréttastofu RÚV.
  93. Þóra Sigurðardóttir, blm. á mbl.is, áður hjá RÚV, 365, Pressunni og Birtíngur.
  94. Anna Sigríður Einarsdóttir, mbl.is.
  95. Kristín Ólafsdóttir, Vísir.is (365, nú Vodafone).
  96. Ísgerður Gunnarsdóttir, RÚV.
  97. Auður Albertsdóttir , mbl.is.
  98. Hólmfríður Gísladóttir, mbl.is og Morgunblaðið.
  99. Inga María Leifsdóttir, fyrrverandi blaðamaður á Morgunblaðinu.
  100. Sigurborg Selma Karlsdóttir, Morgunblaðið.
  101. Guðríður Haraldsdóttir, sjálfstætt starfandi, áður m.a. á Rás 2, DV, Aðalstöðinni og Birtíngi.
  102. Hödd Vilhjálmsdóttir, Morgunblaðið og 365.
  103. Edda Sif Pálsdóttir, 365, RÚV.
  104. Signý Gunnarsdóttir, fyrrverandi blaðamaður á Morgunblaðinu.
  105. Ólöf Skaftadóttir, 365.
  106. Hulda Bjarnadóttir, 365, Árvakur.
  107. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir fréttamaður RÚV, Stöð2, Morgunblaðið, Smugan, Fréttatíminn. Fyrrverandi formaður Bí.
  108. Hanna Eiríksdóttir DV, 365
  109. Arna Schram, fyrrverandi formaður Blaðamannafélags Íslands.
  110. María Björk Guðmundsdóttir, RÚV.
  111. Þorgerður Anna Gunnarsdóttir, Morgunblaðið og mbl.is.
  112. Hjördís Rut Sigurjónsdóttir, Fréttablaðið, Stöð 2, DV, Birtingur, RÚV.
  113. Elísabet Indra Ragnarsdóttir, RÚV.
  114. Halla Ólafsdóttir, RÚV.
  115. Guðrún Ingibjörg Þorgeirsdóttir, sjálfstætt starfandi, áður hjá Morgunblaðinu.
  116. Kristín Þorsteinsdóttir, DV, RÚV, 365.
  117. Arndís Björk Ásgeirsdóttir, RÚV.
  118. Þórunn Elísabet Bogadóttir, fyrrv. blaðamaður á Kjarnanum, Viðskiptablaðinu, Fréttablaðinu og 365.
  119. Sigríður Inga Sigurðardóttir, Birtíngur, 365.
  120. Kristborg Bóel Steindórsdóttir, blaðamaður hjá Útgáfufélagi Austurlands og ritstjóri og dagskrárgerðarmaður Að austan á N4.
  121. Ásta Sigríður Guðjónsdóttir, K100, Árvakur.
  122. Sara McMahon, Fréttablaðið og Gestur.is.
  123. Birna Pétursdóttir, RÚV og eigandi Flugu Hugmyndahúss.
  124. Anna Margrét Björnsson, Morgunblaðinu. Áður hjá 365 og Iceland Review.
  125. Berglind Pétursdóttir, RÚV.
  126. Guðrún Hálfdánardóttir, Morgunblaðið, mbl.is.
  127. Sigríður Björg Tómasdóttir, fv blaðamaður, Morgunblaðinu og Fréttablaðinu.
  128. Ása Ottesen, 365, Fréttablaðið.
  129. Steingerður Ólafsdóttir, fyrrverandi blaðamaður á Morgunblaðinu.
  130. Ástríður Viðarsdóttir, RÚV, mbl.is.
  131. Eyrún Magnúsdóttir Morgunblaðinu, áður RÚV.
  132. Björk Eiðsdóttir, Birtíngur, Skjárinn, Hringbraut og MAN Magasín.
  133. Guðný Hrönn, Morgunblaðið, Fréttablaðið.
  134. Halla Þórlaug óskarsdóttir,RÚV.
  135. Hanna Ólafsdóttir, DV og Fréttablaðið.
  136. Sunna Karen Sigurþórsdóttir, 365.
  137. Halla Harðardóttir, Fréttatíminn, RÚV.
  138. Sigríður Elín Ásmundsdóttir, Hús og híbýli/Birtíngur.
  139. Sigríður Halldórsdóttir, RÚV.
  140. Þórdís Valsdóttir, 365 (Vísir og Fréttablaðið).
  141. Erla Tryggvadóttir, fyrrv. dagskrárgerðarkona á RÚV.
  142. Hilda Jana Gísladóttir, sjónvarpsstjóri N4.
  143. Guðrún Sóley Gestsdóttir, RÚV.
  144. Sunna Sæmundsdóttir, Stöð 2, Morgunblaðið.
  145. Arnhildur Hálfdánardóttir, RÚV.
  146. Anna Brynja Baldursdóttir, Birtíngur.
  147. Dagný Hulda Erlendsdóttir, Fréttatíminn, DV, Víkurfréttir og RÚV.
  148. Guðrún Erlingsdóttir, Morgunblaðið, lausapenni hjá Eyjafréttum.
  149. Heiða Jóhannsdóttir, fyrrum blaðamaður á Morgunblaðinu.
  150. Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir, 365.
  151. Kristín Heiða Kristinsdóttir, Morgunblaðinu.
  152. Lára Hanna Einarsdóttir, 365 og sjálfstætt starfandi.
  153. Auður Alfífa Ketilsdóttir, NFS, 24 stundum, Stúdentablaðinu, Smugunni og DV.
  154. Þórgunnur Oddsdóttir.
  155. Þórunn Kristjánsdóttir, mbl.is.
  156. Elísabet Hall, fyrrv. starfsmaður 365.
  157. Silja Ástþórsdóttir, Stundin (áður á Fréttablaðinu, Helgarblaðinu, Þjóðviljanum, Morgunblaðinu).
  158. Nanna Elísa, Vísir (sameinuð fréttastofa 365).
  159. Málfríður Garðarsdóttir, frílans.
  160. Tinna Magnúsdóttir, RÚV.
  161. Jóhanna K. Jóhannesdóttir, Morgunblaðið, Fróði.
  162. Vala Sólrún Gestsdóttir, Skjár einn, RÚV, Stöð 2
  163. Guðrún Helga Sigurðardóttir, blaðamaður og leiðsögumaður. Núv. Arbeidsliv i Norden. Fv. varaformaður BÍ. Helgarpósturinn, RÚV, DV, Dagur-Tíminn, Frjáls verslun, Fréttablaðið, Reykjavík vikublað o.fl.
  164. Kristín Sigurðardóttir, RÚV, áður Morgunblaðið.
  165. Sigríður Hagalín Björnsdóttir, RÚV.
  166. Ásrún Brynja Ingvarsdóttir, RÚV.
  167. Oddrún Vala Jónsdóttir, RÚV, DV, Talstöðin, NFS.
  168. Birna Guðmundsdóttir, DV og Fréttatíminn.
  169. Lára Ómarsdóttir, RÚV, Árvakur, Stöð 2, NFS.
  170. Kolbrún Pálína Helgadóttir, DV, Birtíngur, 365, Viðskiptablaðið.
  171. Sif Sigmarsdóttir, sjálfstætt starfandi.
  172. Brynja Þorgeirsdóttir, RÚV.
  173. Kolbrún Ingibergsdóttir, fyrrverandi starfsmaður hjá Morgunblaðinu og Fréttablaðinu. Sjálfstætt starfandi.
  174. Elín Arnar, Brighton Journal, Man magasín, Vikan.
  175. Ragnhildur Thorlacius, RÚV.
  176. Brynja Huld Óskarsdóttir, fyrrverandi fréttamaður dagskrárgerð hjá RÚV.
  177. Ragnheiður Guðmundsdóttir, fyrrverandi blaðamaður hjá 365.
  178. Heiða B. Heiðars, Stundin.
  179. Ingibjörg Bára Sveinsdóttir, Fréttablaðið.
  180.  Ingveldur Róbertsdóttir, Fréttablaðið.
  181. Herdís Helgadóttir, N4.
  182. Sigríður Stephensen, fyrrv. útvarpskona á Rás 1.
  183. Ragna Gestsdóttir, Frjáls fjölmiðlun (DV og Bleikt), fyrrverandi blaðamaður hjá Birtíngi (Séð og heyrt) og pistlahöfundur á hun.is og grindavik.net.
  184. Brynhildur Ólafsdóttir, fyrrverandi m.a. á DV, RÚV og 365.
  185. Auður Ösp Guðmundsdóttir, DV.
  186. Þóra Arnórsdóttir, RÚV.
  187. Svanborg Sigmarsdóttir, fv. blaðamaður Fréttablaðinu.
  188. Arndís Þorgeirsdóttir, fyrrverandi blaðamaður á Fréttablaðinu og DV.
  189. Sigurlaug Margrét jónasdóttur.
  190. Hanna G. Sigurðardóttir, fyrrum útvarpskona á Rás 1 Ríkisútvarpsins um langa hríð.
  191. Bergljót Baldursdóttir, RÚV.
  192. María Björk Ingvadóttir, N4, áður RÚV.
  193. Hera Ólafsdóttir, RÚV.
  194. Margrét Oddsdóttir fyrrv. dagskrárstjóri Rásar 1.
  195. Steinunn Þórhallsdóttir, RÚV.
  196. Lilja Katrín Gunnarsdóttir, sjálfstætt starfandi.
  197. Lana Kolbrún Eddudóttir, dagskrárgerðarmaður á Rás 1 í 23 ár.
  198. Jórunn Sigurðardóttir, útvarpskona rás 1 Ríkisútvarpsins.
  199. Sigríður Guðlaugsdóttir, fv. starfsmaður RÚV og Stöð 2.
  200. Ragnheiður Elín Clausen, fv. starfsmaður á RÚV og Stöð 2.
  201. Svanhildur Hólm Valsdóttir, fv. starfsmaður 365 og RÚV.
  202. Sigrún Erla Sigurðardóttir, fyrrv. starfsmaður RÚV og Skjás eins.
  203. Inga Lind Vigfúsdóttir, RÚV.
  204. Sigyn Blöndal, RÚV.
  205. Helga Kristín Einarsdóttir, fyrrv. blaðamaður á Morgunblaðinu.
  206. Helga Einarsdottir, freelance framleiðandi.
  207. Sigrún Hermannsdóttir, RÚV.
  208. Guðrún Ósk Guðjónsdóttir, blaðamaður hjá DV og Pressunni.
  209. Aníta Estíva Harðardóttir, Frjáls Fjölmiðlun (DV, Pressan og Bleikt).
  210. Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, fyrrverandi blaðamaður á Morgunblaðinu.
  211. Jóhanna María Vilhelmsdóttir, fyrrv. blaðamaður á Morgunblaðinu.
  212. Nína Richter, RÚV.
  213. Jóhanna Vilhjálmsdóttir, fyrrv. starfsmaður RÚV og Stöðvar 2.
  214. Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, áður á Stöð2/Bylgjunni, Morgunblaðinu og Mbl.is.
  215. Elísabet Linda Þórðardóttir, fyrrverandi starfsmaður RÚV.
  216. Björg Eva Erlendsdóttir, fyrrv. hér og þar, mest á RÚV og með aukaaðild að hinu karllæga Blaðamannafélagi Íslands.
  217. Rakel Þorbergsdóttir, RÚV.
  218. Anna Kristín Jónsdóttir, RÚV.
  219. Lára Theódóra Kristjánsdóttir, RÚV.
  220. Kristín Clausen, fyrrverandi blaðamaður à DV.
  221. Helga Arnardóttir, RÚV.
  222. Sigrún María Kristinsdóttir, fyrrv. blaðamaður og fyrrv. varamaður í stjórn BÍ.
  223. Elísabet Margeirsdóttir fyrrv. starfsmaður 365.
  224. Margrét Marteinsdóttir, fyrrverandi fréttamaður og fleira á RÚV.
  225. Karen Kjartansdóttir, fv. starfsmaður 365.
  226. Ragnheiður M. Kristjónsdóttir, fyrrverandi starfsmaður Birtíngs og 365.
  227. María Elísabet Pallé fyrrv.starfsm. Morgunblaðs,Fréttatímans og 365.
  228. Alma Ómarsdóttir, fréttamaður RÚV.
  229. Ólöf Jakobína Ernudóttir, fyrrverandi starfsmaður Birtíngs.
  230. Kristìn Dröfn Einarsdòttir, fyrrverandi starfsmađur Birtíngs.
  231. Malín Brand fyrrverandi allskonar, m.a. RÚV og Morgunblaðið.
  232. Bergljót Haraldsdóttir, RÚV.
  233. Þóra Flygenring Sigurðardóttir, fyrrverandi starfmaður RÚV.
  234. Marta María Stefánsdóttir fyrrverandi starfsmađur RÚV.
  235.  Ingveldur Guðrún Ólafsdóttir, RÚV.
  236. Sigurlaug Helga Guðmundsdóttir, DV, Pressan, Kvennablaðið, sjálfstætt starfandi.
  237. Elsa María Jakobsdóttir, fyrrverandi starfsmaður RÚV.
  238. Jónína Leósdóttir, fyrrverandi starfsmaður á Helgarpóstinum, Pressunni og Nýju lífi.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka