Anna María Gunnarsdóttir er nýr varaformaður Kennarasambands Íslands. Hún hlaut 1.653 atkvæði eða 52,86% greiddra atkvæða. Fjórir félagsmenn KÍ buðu sig fram í embættið.
Ásthildur Lóa Þórsdóttir hlaut 845 atkvæði eða 27,02%, Heimir Björnsson hlaut 259 eða 8,28%, Simon Cramer Larsen hlaut 135 atkvæði eða 4,32% og auðir seðlar voru 235 eða 7,52%.
Upphaflega buðu sex sig fram til varaformanns en tveir drógu framboð sitt til baka vegna vantrausts á nýkjörinn formann KÍ, Ragnar Þór Pétursson.