Grunnur borgarlínu veikur

Borgarlínan verður plássfrek að mati Trausta og Þórarains.
Borgarlínan verður plássfrek að mati Trausta og Þórarains.

Margt í tillögum um borgarlínu byggist á veikum grunni og gæti svo farið að farið verði út í mjög vafasamt samgöngukerfi.

Það er niðurstaða athugunar Trausta Valssonar skipulagsfræðings og Þórarins Hjaltasonar umferðarverkfræðings en þeir hafa sent punkta um niðurstöður sínar til borgarstjóra og bæjarstjóra á höfuðborgarsvæðinu. Bæjarstjórinn í Garðabæ mun taka málið upp á vettvangi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og leggur til að Trausta og Þórarni verði boðið á fund.

Borgarlínan gengur út á að greiða fyrir strætisvögnum á höfuðborgarsvæðinu, meðal annars með sérstökum akreinum og betri biðstöðvum. Trausti og Þórarinn segja að taka þurfi tvær akreinar fyrir borgarlínuna – og meira þar sem biðstöðvar með breiðum brautarpalli verða settar á milli akreina. Taka verði þetta pláss frá viðkomandi göturými. Til dæmis þyrfti að fækka bílaakreinum á Hringbraut vestur í bæ niður í eina í hvora átt, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert