Grunnur borgarlínu veikur

Borgarlínan verður plássfrek að mati Trausta og Þórarains.
Borgarlínan verður plássfrek að mati Trausta og Þórarains.

Margt í til­lög­um um borg­ar­línu bygg­ist á veik­um grunni og gæti svo farið að farið verði út í mjög vafa­samt sam­göngu­kerfi.

Það er niðurstaða at­hug­un­ar Trausta Vals­son­ar skipu­lags­fræðings og Þór­ar­ins Hjalta­son­ar um­ferðar­verk­fræðings en þeir hafa sent punkta um niður­stöður sín­ar til borg­ar­stjóra og bæj­ar­stjóra á höfuðborg­ar­svæðinu. Bæj­ar­stjór­inn í Garðabæ mun taka málið upp á vett­vangi Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höfuðborg­ar­svæðinu og legg­ur til að Trausta og Þór­arni verði boðið á fund.

Borg­ar­lín­an geng­ur út á að greiða fyr­ir stræt­is­vögn­um á höfuðborg­ar­svæðinu, meðal ann­ars með sér­stök­um ak­rein­um og betri biðstöðvum. Trausti og Þór­ar­inn segja að taka þurfi tvær ak­rein­ar fyr­ir borg­ar­lín­una – og meira þar sem biðstöðvar með breiðum brautar­palli verða sett­ar á milli ak­reina. Taka verði þetta pláss frá viðkom­andi götu­rými. Til dæm­is þyrfti að fækka bíla­ak­rein­um á Hring­braut vest­ur í bæ niður í eina í hvora átt, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert