Kosningaferli endurtekið frá byrjun

Skálholtskirkja.
Skálholtskirkja. mbl.is/Brynjar Gauti

Kjörstjórn þjóðkirkjunnar hefur ákveðið að ógilda kosningu vígslubiskups í Skálholtsumdæmi og einnig tilnefningar til vígslubiskupskjörs sem áður höfðu farið fram.

Í bókun kjörstjórnarinnar sem lögð var fyrir kirkjuráð í gær kemur fram að þetta sé óhjákvæmilegt svo unnt sé að semja nýja kjörskrá og gefa sóknum tækifæri til að bæta úr annmörkum á vali kjörmanna. Kirkjuráð samþykkti jafnframt tillögu kjörstjórnar um að ný tilnefning hefjist 2. febrúar og kosning 9. mars.

Kosning nýs vígslubiskups í Skálholtsumdæmi var að komast á lokastig fyrr í vetur þegar kjörstjórn þjóðkirkjunnar ákvað að fresta síðasta hluta ferlisins. Kom í ljós í umræðum í kjölfar vals á presti við Dómkirkjuna í Reykjavík að ekki var rétt staðið að vali kjörmanna, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert